Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 224
218 Svar til sira Tryggva Þórhallssonar. [Skirnir
hann að vita, að hann getur ekki vegið mér á einn pundara, en
sér á annan; slíkt efni sem þetta er siðtæmt bæði fyrir mig
og hann.
Hitt get ég aftur á móti ekki leitt hjá mér, að sira Tr. viröist
ekki hafa lesið þann kafla ritsins, sem hann dæmir, neilt sérstak-
iega vandlega og því síður ritið i heild sinni, og eru dæmi þess
allmörg í ritdómnum. Hann heldur því fram (bls. 234), að ég telji
að kirkjan á Hólum hafi haft dýrlingaskipti á þann veg, að Maria
hafi hætt. að vera verndardýrlingur hennar, þegar Jörundur biskup
reisti hana af nýju, og sé kirknaskrá mín sprottin af vilja til þess
að sanna það. Þessu er hvergi haldið fram i ritinu spjaldanna á
milli. Það er þvert á móti oftar en einu sinni tekið fram, að María
hafi verið verndardýrlingur kirkjunnar fram til siðaskipta. Á bls.
63—64 segir: »3. Kirkja Jóns biskups var helguð Maríu mey?
4. Kirkja Jörundar biskups var helguð Mariu mey og Jóni postula,
og var Jón nafndýrlingur. 5. Kirkja Péturs biskups var helguð Mariu
mey og hinum blessaða Jóni biskupi, og var hann nafndýrlingur-
inn.« Á bls. 61 i riti mínu er það og tekið sérstaklega fram, að
María hafi haldið áfram að vera verndardýrlingur kirkjunnar eftir
daga Jörundar. Síra Tryggvi hefir ekki gripið það, að þegar talað
er um dýrlingaskiptin, er átt við nafndýrlingaskipti, og er það þó
fullgreinilega fram tekið. Fyrir bragðið eyðir hann löngu máli í að
sanna, að Hólakirkja hafi alla tíð verið Maríukiikja, en það hefði
hann getað fengið að vita án fyrirhafnar með því að lesa rit mitt
flumbruskaparlaust.
Um helgun tveggja hinna fyrstu Hólakirkna veit maður ekk-
ert, og ekki er það nema likleg tilgáta, að kirkja Jóns biskups Ög-
mundssonar hafi verið Maríukirkja. Á bls. 60 i riti mínu segir: »Ef
eitthvað væri kunnugt unr ölturu, klukkur og helga dóma hinna
þriggja fyrstu Hólakirkna, hefði ef til vill mátt ráða eitthvað um
helgun þeirra af því«, og er síðan talið það, sem þá var til af slíku,
svo vitað verði, en sú upptalning er að dómi greinarhöf. »lítt tæm-
andi«. Telur hann upp ýmsa hluti, sem ég hefði átt að geta um í
þessu sambandi og Hólakirkja átti »í lok kaþólska timabilsins«.
Það er rétt að þá voru þessir lilutir til, en það er verið að ræða um
þrjár fyrstu kirkjurnar, en ekki um síðustu kirkjuna, Péturskirkju,
önda veit maður ekkert um, hvort nokkuð af því, sem hún hafði og
honum þykir vanta, hafi veriö til'meðan þrjár fyrstu kirkjurnar voru
uppi, og sanna þessir hlutir því ekkert þeim viðvíkjandi. Um »helg-
an dóm«, sem höf. kallar, Guðmundar góða, og sem hann telur að
átt hefði að nefna, veit maður liins vegar, að hann hefir ekki getað
verið i neinni af þeim kirkjum, því Auðun biskup tók hann úr jörðu,
en hann var næsti biskup eftir Jörund. Annars getur »helgur dóm-
ur« Guðmundar engar upplýsingar gefið um helgun kirkjunnar, því