Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 234
228 Ritfregnir. [Skírnir
ar athugasemdir, sem mér komu i hug við fljótan yfirlestur, og eru
þær smávægilegar.
Bls. 15 vantar fornu merkinguna »massiv klump« í orðið
»staup« (»hattar staup« = höfuð, Arinbj.kv.). BIs. 22: Mér þykir
mjög líkleg leiðréttíng Th. Wiséns (i formálanum að Riddararímum)
á Blóðughadda í Bláðughadda (»den, hvars hár fladdrar för
vinden«, — skylt »blása«), og hefði mátt nefna hana. Bls. 31: Þar
segir höf.: Nisl. ist töturr Neutrum geworden und hat meistens die
Form tetur ein armes Ding«, en i flt. er tötrar enn algengt sem
kk.-orð, og er hér þvi of mikið sagt. Bls. 34—5: í sambandi við
sagnirnar bragga, bragöa, brigzla o. s. frv. vantar sögnina bregða
(brá). Bls. 45: Ég efa mjög, að skrukka, skrokkur, hrukka (sem
eru auðsjáanlega skyld, idg. rót s-kreng-) séu skyld kröggur, kraki,
krókur (með upphafs-/c úr idg. g.). — Loks má nefna það, að höf.
tekur ekki upp öll orð með gg (úr frumgerm. jj og ww), eins og
t. d. egg, hvk., höggva, s., en þó sum þeirra, — en raunar mun
þetta vera af ásettu ráði gert, með því að þessi breyting er alkunna.
Hér eru fjölmargar upprunaskýringar (etymologiur) orða fram
settar í fyrsta sinn, og fer það allt með líkindum og eðli, en er hið
þarfasta verk. Vil ég að lokuin óska þess, að dr. Alexander megi
endast aldur og heilsa til auðga germanska málfræði með fleiri
jafn-vönduðum rannsóknum, og þessar eru. Svo aðeins má háskóli
vor vaxa að hróðri, að prófessorar við hann inni af hendi merki-
leg visindastörf hver i sinni grein, og dr. Alexander hefir, síðan
hann varð háskólakennari, lagt drjúgan skerf til germanskrar (eink-
um islenzkrar) málfræði. Jakob Jóh. Smári.
Corpus codicum Islandicorum medii ævi. (Levin & Munks-
gaard). III.: The Codex Regtus of Grágás. MS. No. 1157 fol. in the
Old Royal Collection of The Royal Library, Copenhagen. With an
Introduction by Páll Eggert Ólason. Copenhagen 1932.
Þetta bindi er með öllum sama frágangi og hin tvö, sem á
undan voru komin og lýst var í síðasta árgangi Skírnis. Er hér
komin fullkomin eftirmynd hinnar frægu Konungsbókar af Grágás,
sem tveir ágætir skrifarar hafa ritað um miðja 13. öld, að því er
Iíklegast þykir. Er það 185 bls. í stóru arkarbroti, tvídálkað, og I
góðu ástandi.
Dr. Páll Eggert Ólason hefir ritað formálann, (6 bls.). Gerir
hann fyrst stuttlega grein fyrir stofnun allsherjarríkis á íslandi og
skrásetning laganna, er í þeirri mynd sem vér höfum þau munu
vera nokkurn vegin eins og þau voru um miðbik 12. aldar. Þá
minnist hann á nafnið Grágás, er fyrst virðist haft um handrit af
fornlögum vorum í reikningsskap Skálholtsstaðar eftir fráfall Gizurar
biskups Einarssonar 26. marz 1548, og rekur svo feril Konungsbókar-