Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 67
Skírnir]
Draugasaga.
61
•og það fannst daginn eftir. Það var grafið á Reykjum, þar
var kirkja.
En nú er ég kominn að aðalatriðinu í sögu minni.
Mér dettur ekki í hug að krefjast þess, að þið trúið því.
Því hefir enginn trúað. Það var einn dag á útmánuðum,
að við Endí vorum ein heima. Faðir minn hafði farið i
kaupstað og vinnumaðurinn með honum. Vinnukonunni
leyfði ég að fara kynnisför til ættingja sinna, sem heima
áttu á bæ utar í dalnum. Og fleira fólk var ekki á heim-
ilinu. Við Endí vorum trúlofuð, er þetta gerðist. Ég hafði
■getið rétt. Hún unni mér. Konan kýs ekki alltaf það, sem
líklegast mætti þykja.
Ég þarf varla að geta þess, að ég var sæll með mig
— mjög sæll. En samt sat einhver kvíði i mér, kvíði, sem
•ég gat aldrei kveðið niður. Mér fannst ég hljóta að eiga
•eitthvað illt í vændum. Ég var enn þá svo lítill fyrir mér.
Ég þekkti ekki sjálfstæðið, öryggi hins styrka, sem ekki
-einu sinni lífsháskinn fær sigrast á.
Eftir hádegið skrápp Endí yfir til Reykja. Hún ætlaði
-ekki að vera nema eina eða tvær stundir í burtu. En dag-
urinn leið og það varð dimmt. Endí kom ekki. Nokkru fyrir
náttmál lagði ég af stað að leita hennar. Mér var mjög
“órótt innanbrjósts. Þegar ég var kominn rétt út úr dyrun-
um, kvað við ógurlegt neyðaróp neðan af vatninu. Það lá
þykkur is á því þá. Brátt heyrðist annað óp og siðan rak
hvert annað. Ég heyrði greinilega, að það var Endí, sem
hrópaði. Ég hljóp sem fætur toguðu og kallaði til hennar,
-að ég væri á leiðinni. Það styttist fljótt á millum okkar, því
■að bæði hlupum við, eins og við höfðum þol til. Eftir
stundarkorn sá ég hana á ísnum. Og nú heyrði ég líka
hófadyn. Það reið maður rétt á eftir henni. Hann var þög-
ull og myrkur. »Endí«, hrópaði ég, »nú kem ég«. Það voru
ekki nema tuttugu skref á millum okkar. Þá heyrðum við
hláturinn, — hláturinn hans dimman og æðisgenginn, stork-
•andi og hatursfullan. Það var sem hann fyllti dalinn. Ég
varð magnlaus af skelfingu. Ég nam staðar og það var
sem kalt vatn rynni mér milli skinns og hörunds og ég