Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 88
82
Um skordýrin og breytingar þeirra.
[Skírnir
taka það hér. Af fiðrildum eru til allmargar tegundir hér
á landi, sjálfsagt fleiri en enn eru kunnar, en flokkur bein-
vængjanna er mjög fáskrúðugur. Hér eru í rauninni ein-
ungis kakalakar af þeim flokki, flestir ef ekki allir komnir
hingað með skipum í upphafi, og svo hefir hér fundist ein
tegund engisprettna, sem á síðari árum hefir flækzt um
allan heiminn með skipum og er nú að heita má eitthvað
í öllum Iöndum, að minnsta kosti sem gestur (kosmópólítisk
tegund).
Nú skal farið nokkrum orðum um breytingar einstakra
þekktra íslenzkra tegunda úr ættbálkum þeim, sem nefn-
ast vorflugur, bjöllur, æðvængjur og tvívængjur.
a. Vorflugurnar taka nryndskiptingu. Lirfurnar lifa i
vötnum, pollum og lækjum. Margar þeirra eru merkar að
því leyti, að þær gera um sig hylki úr steinum, plöntu-
hlutum eða þess háttar, en agnirnar, sem húsið er gert úr,.
líma lirfurnar saman í heild með seigum vökva, sem smit-
ar úr kirtlum. Þetta litla hús bera lirfurnar með sér hvert
sem þær fara, ýmist skríða þær með það um botninn eða
fika sig áfram í yfirborði vatnsins á milli plantnanna. Aftur-
bolur lirfunnar er mjög veikbyggður og er það því hentug
ráðstöfun að verja hann með hylkinu. Hylkið umlykur allt
dýrið, lirfan teygir aðeins höfuðið og frambolinn út úr því,
þegar hún er á ferðalagi að leita sér bjargar, en á aftur-
enda dýrsins eru tveir krókar, sem halda dýrinu föstu í
hylkinu. Á hliðum afturbolsins er fjöldinn allur af örfínum,
ljósum þráðum. Það eru tálknin, sem lirfan andar með.
Líkaminn er á sífelldu iði, en við það veitir lirfan vatns-
straum inn í hylkið, svo að alltaf sé þar hreint vatn með
gnægð af súrefni til öndunarinnar. Um mataræði lirfunnar
má taka það fram, að sumar tegundir lifa eingöngu á jurta-
fæðu, en aðrar veiða sér ýms litil dýr til matar.
Þegar lirfan er orðin fullstór, fer fyrir henni eins og
tólffótungnum. Henni leiðist maturinn og eins konar höfgi
færist yfir hana sem forboði púpustigsins, sem nú fer að
byrja. Lirfan múrar nú fyrir báða enda hylkisins og festir
það við stein eða annan fastan hlut, þar sem henni finnst