Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 165
Skírnir] Nokkur islenzk handrit frá 16. öld. 159
sinnar aldar. Eignaskrár Hólastaðar um hálfa öld, sögubók
ttieð átta sögum, rímnabók rneð 33 rímnaflokkum, kvæða-
t>ók með 53 kvæðurn, tvær bækur Gamla testamentisins í
íslenzkri þýðingu, — allt þetta átti hann að hafa skrifað.
^að hefir nú komið í ljós, að honum hafa verið gefnar
gjafir, sem enginn átti með að ráðstafa. Tvær línur úr
Sigurðarregistri og fáein efnislítil bréf er allt og sumt sem
honum verður eignað með líkum. Sic transit gloria mundi.
Eftir þenna útúrdúr um hönd síra Sigurðar skal aftur
horfið að því efni, sem talað var um í upphafi þessarar
ritgerðar. En þá er nauðsynlegt að taka enn eitt handrit
til athugunar, sem oft hefir verið nefnt ásamt hinum
þremur. Það er AM 431, 12mo, lítið kver á skinni, sem
geymir Margrétar sögu (á bls. 1—41). Aftan við hana
standa á 9 blaðsíðum bænir og þulur til að lesa yfir jóð-
sjúkum konum og forsögn um meðferð þe rra. >) Sumt er
þar á latínu og hún stundum afbökuð, hvort sem skrifara
sjálfum er um að kenna eða þeim sem hann fer eftir. En
aftast kemur smáklausa, sem heilabrotum hefir valdið, og
er á þessa leið:1 2)
Leingi hefur þu skrifat þessa sogu jon strakur ara
son ecki ma þetta skrif heita þat er mismæle fyrer mig
helldur er þetta krab og jlla krabat. Bidit3) fyrer jone ara
syne. þeir sem soguna lesa. Geyme oss gud öll saman og
jungfru sancta maria min ad jlifu. Amen.
Er klausan með sömu hendi og handritið sjálft?
Svo hafa þeir talið Guðmundur Þorláksson (sbr. orð
hans: »ritari þeirrar bókar — o: 431 — kallar sig Jón
Arason«), Jón Þorkelsson og Kr. Kálund.4) Þetta ætla ég
alveg örugglega rétt. Stafagerðin er nákvæmlega hin sama,
1) Prentað i Alfræði íslenzk III, bls. 86—90.
2) EFtirmynd klausunnar er i Mönnum og menntum IV 2, staf-
Tétt útgáfa með meiri nákv'æmni en hér i skrá Kálunds yfir Árna-
safn II, 481.
3) Á eftir þessu orði innvisunarmerki og á spássíu: sem adur.
4) Finnboga saga 1879, bls. XX, Digtn. paa Island, bls. 326,
■Alfræði íslenzk III, bls. XII.