Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 217
»Kaupstaðarferðir 1880—1890«.
Leiðréttingar og mótmæli.
Eftir Jón Pálsson.
Timaritið Skirnir er sennilega elzta timarit Norðurlanda og eitt
hið merkasta rit hinnar íslenzku þjóðar; það er lesið af fjölda inn-
lendra og erlendra fræðimanna og oft til þess vitnað um heimildir,
sem yfirleitt eru ábyggilegar. Þess er þvi sízt að vænta, að þar
finnist miklar ýrur af ónákvæmni í frásögnum höfunda, hálfkveðnar
vísur eða tilgátur uin menn eða málefni, sem almenning varða, né
heldur um neitt það, er máli skiptir i frásögnum eða tilvitnunum í
orð, sem höfð eru eftir öðrum mönnum, máske fyrir löngu látnum,
mönnum, sem enga eiga til eftirmáls, þótt á þá séu bornar sakir
og skemmdar-orð.
Þess er vitanlega ekki að vænta, að ritstjórar blaða eða tima-
rita geti ávailt vitað hvort ritgerðir þær allar, er þeim berast til
birtingar, séu svo ábyggilegar, að þeim megi treysta, en höfundar
ritgerðanna verða að vita það, og mega sizt af öllu senda annað
frá sér til birtingar opinberlega en það, sem þeir vita fyrir víst að
ábyggilegt sé, satt og rétt, þvi að á því byggist dómur sögunnar
siðar meir að miklu og oft að öllu leyti. Þetta er ekki einungis
nauðsynlegt höf. sjálfum, svo framarlega sem þeir vilja láta menn
talca orð sín trúanleg, heldur og engu síður þjóðinni, sem að þvi á
að búa á komandi árum og um langan aldur, sem henni er birt í
slíkum ritum.
Siðastliðið haust las ég ritgerð nokkra, sem birtist í Skírni,
CV. ár, um »Kaupstaðarferðir 1880—1890«, eftir hr. Odd Oddsson, og
samdi ég þá strax greinarstúf nokkurn til leiðréttinga og mótmæia
ýmsu því, er höf. gerði að umtalsefni í ritgerð sinni. Af sérstakri
orsök, sem ég átti þó ekki sök á — en sem ég nú hirði eigi að
nefna — birtist grein min ekki í það sinn. Fer þvi hér á eftir það
helzta, sem ég hafði og hefi enn að athuga við ritgerð hr. Odds
Oddssonar í Skirni í fyrra. Hún fjallar að miklu leyti um verzlunina
á Eyrarbakka á þeim tíma sem ég var þar, og verður ekki hjá því
14*