Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 167
Skirnir] Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld. 161
mynda gætir nokkuð í öllum handritunum, en langmest
þó í 431, og er handbragðið ávallt hið sama. Þetta er enn
ein sönnun þess, að þau sé öll verk sama manns. Spássíu-
krot er nokkuð í 431, eins og í hinum handritunum, en
lýtur flest að teikningunum: [far þ]v alldri betur 7, ecki
skalíu eta þat ordit uittu þier (?) 16 (á við drekamynd,
sem gín yfir einu orði á blaðsíðunni), far þu alldri betur
17, helldur(?) jlla sett 17, fari þier alldrei betur en þier
iarit 24, gud komi til m 25, eins eiga uera dyrin bædi 25,
so sem predicare er þetta 41, gamall kall er eg uil eg
stela mier ordinu þui þar stendur ... 43 (áframhaldið
ólesandi, á við mynd af manni, sem grípur um eitt orð á
blaðsíðunni).
Vér höfum fyrir satt, að það sé óyggjandi staðreynd,
að sami maður hafi skrifað öll þessi fjögur handrit, AM
510, 4to, AM 604, 4to, AM 713, 4to og AM 431, 12mo,
og að sá hinn sami hafi skeytt klausunni aftan við 431.
Það er líka eftirtektar vert, að andinn í henni er alveg
hinn sami og í sumum utanmálsgreinum í 604 og 510:
ávítur og fjas um skrift, án þess að alvara felist bak við
(sbr. bls. 147 hér að framan). Líka kemur ávarpið strákur
fyrir í báðum stöðum. En við þetta tekur spurningin um
nafn skrifarans að flókna, og verður ekki ráðin með vissu
af handritunum sjálfum. Bæði nöfnin, Tómas og Jón, koma
þar til greina. Vér tökum upp aftur þær setningar, sem
máli skipta:
Mér lízt samt skrifið þitt Tómas (604).
Lítt temprast blekið fyrir þér ga(m)li minn Tómas (604).
Týr og úr má telja þann | sem töglað hefir erindin fram |
ár og sól bíði öngva skamm o. s. frv. (604).
Far þú með Jón frændi (510).
Tómas xsxson (510, skrifað öfugt).
Jón xsxson, ekki fer betur en vant er, öllu ver (510).
Maður er Jón nefndur, maður Tómas nefndur (510, nafnið
Tómas skrifað öfugt).
Lengi hefir þú skrifað þessa sögu Jón strákur Arason
o. s. frv. (431).
11