Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 63
Skirnir]
Draugasaga.
57
En Endi, — hún hafði ekki enn áttað sig á þessum hlut-
um, — hún elskaði engan.
Þetta sá ég glöggt, og mér var nóg á meðan hún að-
eins elskaði Ólaf ekki. Ég var þrjóturinn í sögunni eða öllu
heldur hið illgjarna fífl. En mér var það full-ljóst, að fyr
eða síðar mundi hún fella ástarhug til Ólafs. Hver gat
annað en elskað hann? Það gerði ég að minnsta kosti.
En þegar við vorum um tvítugsaldur, tók Ólafur af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæðum að leggja fæð á mig. Það
gat þó engum heilvita manni komið til hugar, að þessi
laglega og hraustlega stúlka tæki mig fram yfir Ólaf. Nei.
En Ólafur var orðinn örvita af ást og varð alltaf verri og
verri með degi hverjum. Hann hafði ávallt verið baldinn.
Nú vildi hann fara að takast á við mig, þegar aðrir voru
viðstaddir, og hann sóttist alltaf eftir að tala um ófríðleika
minn og kauðaskap, þegar Endí heyrði á. Hún veitti þessu
eftirtekt að lokum, en hún skildi ekki, hvað bak við lá.
Ekki tók betra við, þegar hún í undrun sinni fór að spyrja,
hvað þetta ætti að þýða. Hún tók þetta mjög óstinnt upp
fyrir Ólafi og reiddist því, að hann skyldi vera svona óart-
arlegur í minn garð. Endí var svo góð. Liklega hefir hann
skilið það svo, að hún elskaði mig. Hann var alveg blind-
ur í þessum efnum. Hann rataði aldrei hið rétta hóf í neinu.
Ólafur var ekki góður maður. Ég segi það ekki til að lasta
hann að óþörfu. Hann var varmenni. Fram að þessu hafði
hann verið svo leikandi af æsku og fjöri. Varmennskan
var ekki vöknuð í vitund hans. En ástin vakti hana. Ég
gaf honum nánar gætur. Ég sá, að hann tók að fagna því
illa í sjálfum sér, njóta þess.
Ég hafði ávallt haft glöggt auga fyrir hinu dulda bæði
i fari mínu og annarra. Ég var hvorki góður né vondur,
ég var hlutlaus áhorfandi, of illur til að vilja hið góða og
of góður, eða alténd of ragur, til að gefa því illa í mér
lausan tauminn. Ljósasta vitnið um skapleysi mitt var það,
að ég skyldi geta haldið áfram vináttu minni við Ólaf eftir
allt það, sem á milli okkar hafði farið. En það voru lítil
heilindi í þeirri vináttu. Meinfýsnin í mér ískraði og hló