Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 142
136
Elzta guðspjallið.
[Skírnir
í Rómaborg eftir 60, var Markús hjá honum og er þá kær
vinur hans og samverkamaður að kristniboðinu. Nú skildi
hann Pál og varð andlegur sonur hans ekki síður en Pét-
urs. Frá Páli fór Markús til Litlu-Asíu, var svo að líkind-
um með Pétri eystra nokkurt skeið, kom með honum aftur
til Róm og var þar hjá þeim báðum lærifeðrum sínum, er
ofsóknirnar og hörmungarnar gengu yfir.
Ástæðan til þess, að Markús reit guðspjall sitt, var
einkum hin brýna þörf þess, að geyma áfram sem bezt
minningarnar um Jesú kristnum mönnum til styrktar og
huggunar í eldraununum. Höfuð Páls var fallið fyrir böð-
ulsexi Nerós, Pétur dáinn á krossi eins og meistarinn,
margir fleiri postular hnignir í valinn og þeim fækkaði
óðum, sem höfðu þekkt Jesú persónuíega. Þeim, sem eftir
lifðu, varð að reyna að bæta eftir föngum skilnaðinn við
þá með því að hjálpa þeim til þess að varðveita mynd
Jesú lifandi hjá sér og fá þeim trúboðsrit í hendur. Það
voru rómverskir menn fyrst og fremst, sem Markús hafði
í huga, eins og orðalag guðspjallsins sýnir sumstaðar glöggt,
enda fer erfikenning kirkjunnar í sömu átt. Það var Rómar-
söfnuðurinn hrakti og hrjáði, sem hann færði þessa gjöf,
meðan loftið var enn þungt af helskýjum yfir höfðum þeirra.
Til hans þótti honum gott að beina í alveg bókstaflegri
merkingu orðum Jesú: »Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti
hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér, því
að hver, sem vill bjarga lifi sínu, mun týna þvi; en hver,
sem týnir lífi sinu min vegna og fagnaðarerindisins, mun
bjarga því. Því að hvað stoðar það manninn að eignast
allan heiminn og fyrirgera sálu sinni? Því að hvaða endur-
gjald mundi maður gefa fyrir sálu sína? Því að hver, sem
blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari hórsömu og
syndugu kynslóð, fyrir hann mun og mannssonurinn blygð-
ast sín, þegar hann kemur í dýrð föður síns með heilögum
englum «
Ekki verður sagt með vissu, hvaða ár guðspjallið er
skrifað, en það mun vera á tímabilinu frá dauða Péturs til
eyðingar Jerúsalemsborgar eða á síðari hluta 7. tugar.