Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 238
232 Ritfregnir. |Skirnir
sem þeir vita um lengd á, en um þetta atriði er svo oft spurt og er
það ekki óeðlilegt.
Næsti kafli bókarinnar, um 30 siður, er um fiskiveiðar við Is-
land. Er kafli þessi mjög fróðlegur og greinir frá veiði fjögra helztu
nytjafiska vorra: þorsks, síldar, ýsu og skarkoia yfir 25 ára tímabil.
Er skýrt frá því, hversu mikið hefir veiðzt við ísland af hverri teg-
und, og hvernig sú veiði hefir skipzt meðal þeirra þjóða, er fiski-
veiðar stunda við ísland. Af samanburði þeim sést, að þar senr vér
veiðum um helming af öllum þeim þorski, sem veiddur er við ís-
land og um 70 °/0 af allri þeirri síld, sem þar er veidd, þá veiðum
vér að eins 7 % af skarkolanum, hinn hlutinn 93 °/0 fellur þvi til
útlendinganna. Þar sem skarkolinn er einhver dýrasti fiskurinn, sem
vér veiðum, er það auðséð að vér bökum oss mikið tjón með því
að leggja ekki meiri stund á þessa veiði, en láta útlendingana
hrifsa hana úr höndum vorum. Vér höfum því verið að friða skar-
kolann fyrir útlendingana, sem hirða hann þegar hann gengur út
fyrir landhelgina.
Annars hefir bannstefnan verið oss íslendingum mjög í blóð
borin og varla hefir það veiðarfæri borizt tit landsins, að ekki hafi
það orðið að ganga í gegnum bannfæringu almenningsálitsins
langan tíma. Þannig var t. d. um þorskanetin, sntáönglalóðina, snurpi-
nótina og nú síðast dragnótina, að ógleymdu hvalveiðabanninu, sem
verkar þannig, að nú þegar þetta er skrifað, liggur norskt bræðslu-
skip rétt fyrir utan Reykjavík og drepur og bræðir hvalinn, sem ís-
lendingum er bannað að veiða.
Útlendingarnir brosa!
Þá gerir höf. samanburð á dragnót og botnvörpu og sýnir
hver regin-heimska það sé að jafna þessum veiðarfærum saman,
að þvi er skaðsemi snertir. Ennfremur er þarna sérstakur kafli um
»botngróðurinn«, en eins og kunnugt er, hefir mjög verið deilt um
þetta atriði og margir staðið í þeirri meiningu, að hér væri um
»haglendi« að ræða, sem mjög yrði að vernda svo fiskiveiðunum
væri ekki teflt i voða.
í fimmta kafla bókarinnar gerir hölundur samanburð á úlgerðar-
kostnaði með dragnót og öðrum algengum veiðarfærum, en mönn-
um er nauðsynlegt að gera sér fulia grein fyrir þvi atriði, þegar
um árangur nýs veiðarfæris er að ræða.
í sjöunda og síðasta kafla bókarinnar gerir höf. grein fyrir því,
hvernig islenzka löggjöfin hefir tekið á móti þessu nýtizku veiðar-
færi og gerir jafnframt tillögur um, hvernig hann álítur að haga eigi
löggjöfinni til þess að skarkolaveiðin geti orðið ísiendingum trygg-
ur atvinnurekstur í framtíðinni.
Auk þess sem bókin er mjög fróðleg, er hún svo skemmtilega
rituð, að sá sem byrjar að lesa hana leggur hana ekki frá sér fyr