Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 6
— Rætt við Jón
Gunnar Zöega, for-
mann Knattspymu-
félagsins Vals, um
framkvæmdir á
Hlíðarenda, nýja
landvinninga og
hann segir frá
framtiðarsýn sinni
Texti: Þorgrímur Þráinsson
„Ég var keppnismaður í fótbolta í Val í 4.
flokki en hafði sömuleiðis mikinn áhuga á
handbolta. Ástæða þess að ég hélt ekki áfram
að keppa var sú að foreldrar mínir töldu mig
betur geymdan á Staðastað á Snæfellsnesi hjá
séra Þorgrími V. Sigurðssyni. Þar dvaldi ég
öll sumar og keppt i fótbolta og frjálsíþrótt-
um fyrir HSH. Ég lék því aðeins með Val á
vorin og á haustin en þess á milli rak ég beljur
með glöðu geði í sveitinni. Meðal þeirra sem
voru mér samskipa í fótboltanum, eru Róbert
Jónsson og Pétur Sveinbjarnarson.”
Jón Gunnar Zöega, formaður Vals, hefur
verið félagi í Val frá því hann leit dagsins ljós
— 9. júní 1943. Faðir hans, Sveinn Zöega,
sem var þrisvar sinnum formaður Vals, sá til
þess að strákurinn var „kristnaður” strax á
fyrsta degi. Jón hefurlátiðmikiðaðsérkveða
sem félagsmaður í Val á undanförnum árum
og hann á stóran þátt í þeim mikla uppgangi
sem hefur átt sér stað i framkvæmdum og fé-
lagsmálum. Hann hóf störf sem stjórnar-
maður i handknattleiksdeild Vals árið 1974
og sat þar til ársins 1976. Sama ár gekk hann
til liðs við knattspyrnudeildina og gegndi þar
formennsku árin 1980—81. Eftir það tók
hann sér hlé frá stjórnunarstörfum í nokkur
ár en vorið 1988 var hann kjörinn formaður
félagsins.
Jón var fyrst inntur eftir því hvort hann
væri sáttur við þá þróun sem hefur átt sér stað
í Val frá því hann hóf að fylgjast með gangi
mála í félaginu?
„Já, alveg tvimælalaust. Mikilvægasta
skrefið í félagsstarfinu var deildaskiptingin á
sínum tíma. Það lyfti félagsstarfinu upp um
mörg þrep. Sú skipting hafði það í förmeð sér
að fleiri öxluðu félagsstarfið en áður, fleiri
báru ábyrgð og meiri sérhæfing átti sér stað.
Ég er ekki þeirrar skoðunar að það eigi að
sameina deildirnar að nýju þótt slíkt gæti
6
Jón Gunnar Zöega, formaóur Vals.
hugsanlega auðveldað fjáröflun að einhverju
leyti. Að mínu mati næst betri árangur í félag-
inu á öllum sviðum ef fleiri axla ábyrgð. Það
vill brenna við að mestur þungi félagsstarfs-
ins lendir á formanni félagsins en í dag má
segja að fjórir formenn séu í Val. Einn for-
maður gæti ekki sinnt þessu öllu nema sem
starfsmaður félagsins.
Þróunin í félaginu hefur verið mjög já-
kvæð og í ár minnumst við þess að það eru 50
ár síðan Valur keypti landið Hiíðarenda. Með
þeim kaupum var félaginu markaður starfs-
vettvangur og möguleikar. Við eigum eigið
land, eigin hús og óendanlega möguleika sem
við munum að notfæra okkur.”
— Hefur þróunin í framkvæmdum og
öðru viðhlítandi verið í takt við tímann hjá
Val eða hefur spanið verið of mikið?
„Ef eitthvað er hefur uppbyggingin verið of
hæg. Þjóðfélagið hefur bara ekki verið tilbú-
ið til að taka við hraðari þróun. Það sést best
á því að flest íþróttahús sem hafa verið byggð
í seinni tíð hafa verið allt of lítil”
— Finnst þér eitthvað verulega ábótavant í
félaginu?
„í fljótu bragði tel ég svo ekki vera. Það
eina, sem Val vantar í dag, eru peningar en á
því máli er þegar varið að taka og ég sem for-
maður á að stjórna þeim málum. Þegar nú-
verandi stjórn tók við í Val voru fjármál aðal-
stjórnar í mjög erfiðri stöðu en það stafaði af
miklum byggingaframkvæmdum. Starf mitt í
eitt og hálft ár hefur fyrst og fremst falist í því
að ná tökum á fjármálunum. Nú sér fyrir
endann á því sem betur fer.
Fyrir vikið hefur innheimta félagsgjalda
verið vanrækt en þau eru hluti af tekjum að-
alstjórnar. Félagsgjöld eru þungamiðja hvers
einasta félags og slíkt má aldrei vanrækja —
ekki bara peninganna vegna því með auknum
samskiptum við félagsmenn eflist Valur. Fé-
lagið Valur er og verður aldrei neitt annað en
félagsmennirnir sjálfir.”
Við höfum sett okkur það markmið að
bæta við 1000 nýjum félagsmönnum í félagið
— þá er ég að tala um gamla félagsmenn sem
hafa einhverra hluta vegna dottið út af skrá
hjá okkur.
Vegna anna hafa menn ekki haft tíma til
þess að horfa upp og líta fram veginn en núna