Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 37

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 37
Hið sigursæla lið 4. flokks í fótbolta lét sér ekki nægja að sparka hcldur spilaði „baseball” með tilþrif- um þegar þess þurfti með. Ólafur fékk orðiðogsagði einn fjölskyldu- meðlimur hefði fastan matmálstíma: „Það er hann pabbi;’ sagði Óli og hló. „Matmálstím- inn hans er allan daginn.” Binni vildi ekki viðurkenna það en leit dul- arfullu augnarráði á Ólaf. Við höldum áfram að ræða um foreldrastarfið hjá Val og ég spyr hjónin hvað felist í því að vera foreldri stráka sem stunda tvær íþróttagreinar af fullum j^rafti? „Það sem felst i því er að vera virkur þátt- takandi í uppeldinu. Nú á tímum vinna báðir foreldrar yfirleitt utan heimilisins og því gefst ♦lítill tími til þess að verameð börnunum. Allir eru á sífelldu spani og enginn má vera að neinu. Þess vegna reynum við að fremsta megni að nýta okkar tíma með þeim í þeirra áhugamálum. Það hlýtur að skila sér seinna á lífsleiðinni” — Strákar, hvernig er að finna stöðugt fyr- ir svona miklum stuðningi foreldranna? „Það er mjög gott en auðvitað mega for- eldrar samt ekki skipta sér af starfi þjálfara. Pabbi leiðbeinir okkur oft en ef það skarast á við það sem þjálfarinn segir förum við auð- vitað frekar eftir orðum hans. Annars eru þjálfarar mjög þakklátir þegar foreldrar sýna íþróttaiðkun barna sinna mikinn áhuga og taka þátt í starfinu.” „Það sem hefur skort dálítið hjá Val er að unglingaráðin beiti sér fyrir öflugu foreldra- starfi,” segir Brynjólfur. „Annars er ég mjög sáttur við störf Guðbjargar Petersen. Hún sinnir sínum störfum að kostgæfni og elju- semi. Talandi um unglingastarfið má alveg minnast á samstarf yngri flokkanna og meist- araflokkanna. Ég held að leikmenn meistara- flokka félagsins geri sér ekki grein fyrir því hversu mikla ábyrgð þeir bera gagnvart yngri flokkunum óafvitandi. Þessir krakkar eiga sér flestir sínar fyrirmyndir sem þeir líta upp til. Unglingar fylgjast með öllum hreyfingum meistaraflokksmannanna og vita allt um þá. Þau eru alltaf að leita að hinum sanna íþróttaanda og þessu verða eldri iðkendur að gera sér grein fyrir.” — Stákar, finnst ykkur að það mættu vera betri tengsl á milli yngri flokkanna og leik- manna meistaraflokks? „Það er engin spurning. Við finnum það svo vel að ef leikmenn meistaraflokks eru að horfa á leiki hjá okkur peppumst við upp um allan helming. Þegar við lékum til dæmis á ís- landsmótinu í sumar kom Steinar Adolfsson lang oftast að horfa á okkur. Hann keyrði 'fneira að segja alla leið til Keflavíkur, ásamt Lárusi Sigurðssyni, til þess að fylgjast með okkur í úrslitunum á íslandsmótinu. Það er * voðalega þægilegt að finna fyrir svona stuðn- ingi.” Þetta eru orð að sönnu hjá strákunum þvi löngu er orðið tímabært að leikmenn meist- araflokks fylgist betur með þeim sem yngri eru. Sömuleiðis ætti að virkja leikmennina til þess að mæta annað slagið á æfingar hjá yngri flokkunum ogleiðbeina þeim. Það væri t.d. upplagt að fá varnarmenn meistaraflokks til þess að ræða við varnarmenn yngri flokk- anna og svo framvegis. Þetta ætti að gera í samráði við þjálfara flokkanna og er síður en svo verið að kasta rýrð á þeirra þekkingu og starf. En þetta hvetur yngri keppendurna til dáða. — Hversu mikil útgjöld fylgja því að tveir fjölskyldumeðlimir stunda tvær íþrótta- greinar? „Með strætóferðum og æfingagjöldum bæði í fótbolta og körfubolta gerir þetta rúm- lega 3000 krónur á viku,” segir Brynjólfur. „En við sjáum ekki eftir þessum peningum því þeim er vel varið. Það sem mætti þó vera við lýði í Val er systkynaafsláttur. íþróttir geta verið kostnaðarsamar fyrir foreldra sem eiga fjóra krakka sem stunda íþróttir. Að mínu mati er það umhugsunarvert fyrir Val að innleiða þennan systkynaafslátt. Annars eru æfingagjöldin hjá Val ekki há miðað við hvað það kostar að halda allri starfseminni gangandi.” — Strákar hvernig gengur að læra með íþróttunum? Þeir litu hvor á annan síðan á foreldra sína, fengu sér sitt súkkulaði stykkið hvor og svöruðu svo samtímis: „Bara ágætlega!’ Það var þó eitthvað gruggugt á bak við þetta svar. „Ég held að þeir myndu ekkert læra meira þótt þeir væru ekki í íþróttum,” segir Jóhanna móðir þeirra og bætir við: „Þeir spjara sig.” Strákarnir sögðust báðir hafa áhuga á því að gerast atvinnumenn í fótbolta og því nokkuð ljóst að þeir komi til með að taka hann framyfir körfuboltann þegar fram í sækir. Aðspurðir um hvað þeir ætluðu að taka sér fyrir hendur í framtíðinni svaraði Guðmundur því til að hann ætlaði sér að læra eitthvað nytsamlegt eftir nokkur ár en Ólafur er ákveðinn og setur stefnuna frekar hátt. „Ætli ég verði ekki bara forseti.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.