Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 34

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 34
Valsfjölskyldan Brynjólfur Lárentsíusson, Jóhanna Gunnþórsdóttir, Ólafur, Guðmundur, Jóhanna Lára og Kristín Björg með soninn Gunnar Val VALSFJÖLSKYLDAN Brynjólfur Lárentsíusson, Jóhanna Gunnþórsdóttir, strákarnir Ólafur og Guðmundur og „prinsessan” Jóhanna Lára Texti: Þorgrímur Þráinsson ,,Mér finnst ég ekki hafa farið niður í bæ nema ég komi við að Hlíðarenda.” Það er Brynjólfur Lárentsíusson, pabbinn í Valsfj öl- skyldunni Strandaseli 6, sem svo mælir. Binni, eins og hann er kallaður öllu jöfnu, er fyrir löngu orðinn eitt af „húsgögnunum” í Valsheimilinu enda með Valshjarta í stærra lagi. Synir hans, Ólafur og Guðmundur, voru keppnismenn í 4. flokki í fótbolta síðastliðið sumar og 8. flokki í körfubolta. Eins og öll- um er kunnugt var 4. flokkurinn í fótboltan- um með yfirburðalið á landinu siðastliðið sumar og tapaði ekki leik á árinu. Strákarnir eru gengnir upp í 3. flokk núna. Áhugamál Binna og fjölskyldu, númer eitt, er Valur og lifa fjölskyldumeðlimirnir sig innilega inn í starfið að Hlíðarenda. Strák- arnir koma þar við daglega, hvort sem þeir eru að æfa eða ekki, og Jóhanna móðir þeirra er ákaflega virk í foreldrastarfinu ásamt Binna. Þegar undirritaðan bar að garði tók prins- essan á heimilinu, Jóhanna Lára, fjögurra ára, á móti mér og leiddi mig til sætis í stof- unni. Móttökur heimilisfólksins voru hlýleg- ar eins og ævinlega og voru allir heima nema Kristín Björg, elsta systirin og Gunnar Valur sonur hennar. Þess má geta að Kristín Björg og Ari Gunnarsson, leikmaður meistara- flokks Vals í körfubolta, eru trúlofuð. Rjúk- andi kaffi og gómsæt döðluterta var borin á borð og því lítill tími til þess að spyrja Vals- fjölskylduna spjörunum úr. Prinsessan, Jó- hanna Lára, settist í sama stól og ég og þegar ég tBk upp blað og penna, slökkti hún ljósin í stofunni, greip lítið vasaljós og ætlaði að lýsa fyrir mig ferli pennans á blaðsíðunni. Litli ljósgeislinn hafði gaman af og stóð sig með mikilli prýði. Þar sem Brynjólfur er örlagavaldur þess að allir fjölskyldumeðlimirnir eru Valsmenn var hann inntur eftir því af hverju hann, sem ólst upp á Hellissandi á Snæfellsnesi hafi orðið Valsmaður. „Þegar ég var lítill var ég reglulega sendur í Vatnaskóg á sumrin. Þar kynntist ég manni sem ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma en það var séra Friðrik Friðriksson. Eins og allir vita var hann Valsmaður fram í fingurgóma. Séra Friðrik hafði mikil áhrif á mig og eftir að hafa umgengist hann fjögur sumar tók ég það í mig að vera Valsmaður og annað hefur aldrei komið til greina.” — Nú ertu fæddur og uppalinn á Hellis- sandi, sem sagt „Sandari“ var ekki minni- máttarkennd ríkjandi gagnvart Ólafsvík eins löngum hefur verið talað um? „Nei, síður en svo. Það er eiginlega okkur Söndurum að þakka að Ólafsvík er það sem hún er í dag.” — Hvað meinarðu? „Nú, ég á strák þar,” sagði Binni og fjöl- skyldumeðlimirnir hlógu dátt, sérstaklega Ólafur. Það vantar ekki kímnigáfuna í þessa s fjölskyldu. í það minnsta er nokkuð ljóst að þau munu aldrei drepast úr leiðindum. — Varstu sjálfur í íþróttum Binni? „Ég lék mér í frjálsíþróttum og keppti á mótum að Breiðabliki. Við vorum nú samt með knattspyrnulið á Sandi sem hét UMF Reynir. Sparkaði ég með því og oft með góð- um árangri auk þess sem ég lék með HSH eitt sumar. Við eignuðumst ágætan malarvöll á Sandi áður en ég fór þaðan og þegar Lóran- stöðin á Gufuskálum var byggð settust marg- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.