Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 38

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 38
4. flokkur Vals 1989. íslandsmeistari í A- og B-liði. GULLFLOKKURINN — Guðbjörg B. Petersen formaður unglingaráðs skrifar um árangur yngri fiokka kvenna og karla og meistara- flokk kvenna Uppskera knattspyrnudeildar á síðastliðnu keppnistímabili verður að teljast mjög góð. Að meðaltali vannst einn titill á flokk. Af góðum árangri nokkurra flokka er á engan hallað þótt sagt sé að árangur 4. flokks hafi verið stórkostlegur. Strákarnir í þeim flokki unnu alla titla sem þeir kepptu um — aðeins Islandsmeistaratitillinn innanhúss rann þeim úr greipum. í mínum huga og annarra, sem standa að 4. flokki, skiptist flokkurinn ekki í A-, B- og C-lið heldur er um eina heild að ræða. Góður árangur 4. flokks byggist ekki eingöngu á því hversu góðir strákarnir eru í fótbolta, heldur einnig á samspili foreldra og þjálfara liðsins undanfarin ár. Foreldrarnir hafa verið einstaklega virkir í að mæta á völl- inn og hvatt strákana til dáða í öllum leikjum þeirra. Iðulega mæta foreldrar til að hvetja liðið í keppni þótt þeirra strákur sé ekki í lið- inu í það skipti. Viðþetta eykst samheldni og vinskapur innan hópsins og færri verða útundan. Okkur er því miður allt of gjarnt að hampa þeim sem eru hvað leiknastir með knöttinn, fljótastir að hlaupa og sitthvað í þessum dúr vekur athygli okkar. Við gleymum því að strákurinn eða stelpan, sem kemur í fyrsta skipti á æfingu gerir það því áhuginn fyrir knattspyrnu er til staðar og viðkomandi hef- ur áhuga á að læra hana enn frekar. Mjög íslandsmeistarar 2. flokks 1989. mikilvægt er að hlúð sé að öllum einstakling- um og að allir séu boðnir velkomnir sem nýjir Valsarar — hvort sem viðkomandi er líklegur Iandsliðsmaður fyrir félagið eða ekki. Við- komandi á alltaf að vera velkominn sem fé- lagi. Þetta hefur því miður skort hjá Val en blaðinu verður nú snúið við til þess að efla fé- lagsandann. Núna verður meðal annars reynt að vinna í að fá fleiri sanna Valsara til að þjálfa yngri flokka félagsins. Einnig þarf að koma til öfl- ugra samstarf við foreldrana, fá þá til starfa í unglingaráðinu því með því móti kynnumst við nýjum viðhorfum og nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum sem efla félagslega þátt- inn. Einnig þarf að veita stjóm knattspyrnu- deildar aðhald og það má aldrei gleymast að félagið stendur öllum opið og allir verða ávallt jafn velkomnir að Hlíðarenda. Að lok- um vil ég þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið varðandi unglingastarfið. Ekki síst þeim fjölmörgu jákvæðu og skemmtilegu foreldr- um og þjálfurum sem eru alltaf tilbúnir til starfa hvenær sem til þeirra er leitað Ég 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.