Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 24
Aöalstjóm knattspyrnufélagsins Vals 1989. Standandi frá vinstri: Sigurður Guðjónsson, Þórður Sig-
urðsson formaður handknattleiksdeildar, Jónas Guðmundsson, Jón Steingrímsson formaður körfu-
knattleiksdeildar, Eggert Magnússon formaður knattspyrnudeildar. Sitjandi frá vinstri: Þorsteinn
Haraldsson gjaldkeri, Jón Gunnar Zoega formaður og Sigurður Lárus Hólm ritari. Á myndina vantar
Jafet Ólafsson varaformann.
Á aðalfundi Vals í mars 1988 var Jón
Gunnar Zöega kosinn formaður félagsins.
Ásamt honum voru kjörnir í aðalstjórn þeir
Jafet Ólafsson, varaformaður. Guðlaugur
Björgvinsson, ritari. Þorsteinn Haraldsson,
gjaldkeri, auk meðstjórnenda, þeirra Hrólfs
Jónssonar og Jónasar Guðmundssonar. For-
menn deilda í aðalstjóm 1988—1989 voru
Eggert Magnússon, knattspyrnudeild, Þórð-
ur Sigurðsson, handknattleiksdeild og Sig-
urður Lárus Hólm, körfuknattleiksdeild.
Á aðalfundi félagsins í apríl 1989 urðu þær
breytingar á aðalstjórn að Guðlaugur Björg-
vinsson og Hrólfur Jónsson gengu úr stjórn,
og voru kjörnir í þeirra stað Sigurður Guð-
jónsson og Sigurður Lárus Hólm, sem lét af
formennsku í körfuknattleiksdeild, en ný-
kjörinn formaður hennar, Jón Steingríms-
son, tók fyrra sæti Sigurðar Lárusar í aðal-
stjórn.
Aðalstjórn knattspyrnufélagsins Vals
1989—1990 er því þannig skipuð:
Jón Gunnar Zöega, formaður,
Jafet Ólafsson, varaformaður
Sigurður Lárus Hólm, ritari,
Þorsteinn Haraldsson, gjaldkeri,
Jónas Guðmundsson, meðstjórnandi,
Sigurður Guðjónsson, meðstjórnandi,
Eggert Magnússon, formaður knatt-
spyrnudeildar,
Þórður Sigurðsson, formaður handknatt-
leiksdeildar,
Jón Steingrímsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar.
Stjórnin sem sat 1988—1989 hélt 62 bók-
aða fundi. Allt frá því sú stjórn tók við og til
þessa hefur mestur tími farið í að sinna fjár-
hagsmálefnum Vals. Það er auðvitað engin
nýlunda að félagsstjórnin glími við erfiðan
fjárhag. Aðstæður hafa þó um margt verið
óvenjulegar vegna þeirra gífurlegu fram-
kvæmda, sem verið hafa á Hlíðarenda und-
anfarin ár.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu
málum, sem hafa verið til meðferðar hjá aðal-
stjórn Vals, en að öðru leyti vísast til skýrslna
íþróttadeilda.
STARFSMENN
Haraldur Sverrisson sem verið hafði fram-
kvæmdastjóri félagsins um nokkurt skeið
hætti störfum sumarið 1988. Sigríður Yngva-
dóttir tók við starfi fjármálastjóra í ágúst
1988 og hefur yfirumsjón með daglegum
rekstri og skrifstofuhaldi aðalstjórnar. Garð-
ar Vilhjálmsson, sem ráðinn var fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar vorið 1988
hefur jafnframtsinnt ýmsum tilfallandi verk-
efnum fyrir aðalstjórn. Á miðju ári 1989 var
Jafct Ólafsson varaformaður Vals.
tekin upp sú nýbreytni að ráðinn var sérstak-
ur hús- og vallavörður að Hlíðarenda. Eyþór
Brynjólfsson, sem annast hefur húsvörslu
undanfarin misseri tók við hinu nýja starfi. Á
sama tíma voru þau Baldur Bjarnason og Sig-
ríður Árnadóttir ráðin baðog klefaverðir.
FÉLAGSSVÆÐIÐ
Vorið 1988 var neðra grasvallarsvæði fé-
lagsins formlega tekið í notkun. Séra Jón
Dalbú Hróbjartsson fór með bæn og ritning-
arorð Að því loknu lék meistaraflokkur
kvenna í knattspyrnu vígsluleik.
Byggð var tréstúka við knattspyrnuvöll fé-
iagsins.
Mikið umrót hefur verið við Hlíðarenda
undanfarið misseri. Vegna lagningar nýs Bú-
staðavegar gekk Valur til samninga við
Reykjavíkurborg. Félagið lét af hendi u.þ.b.
hálfan hektara úr erfðafestu sinni undir hinn
nýja veg, en fékk í staðinn flugvallarveginn
gamla og hefur nú til umráða samfellt svæði
í vesturátt, en hluti erfðafestu Vals er innan
núverandi flugvallargirðingar, vestan flug-
vallarvegarins. Reykjavíkurborg hefur nú lát-
ið í té nákvæman uppdrátt af landssvæði
Vals, sem er nú að loknum þessum samning-
um samtals 85.500 fermetrar. Upphaflegt
landrými Vals að Hlíðarenda var 55.500 fer-
metrar. Félagið hefur smám saman fengið
meira land til umráða, en nú fyrst liggur fyrir
skjalfestur uppdráttur þess.
I samningi Vals og Reykjavíkurborgar var
einnig kveðið á um að borgin annaðist mal-
STARFIÐ ER MARGT
ÁRSSKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR VALS
Þorsteinn Haraldsson skrifar
24