Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 24
Aöalstjóm knattspyrnufélagsins Vals 1989. Standandi frá vinstri: Sigurður Guðjónsson, Þórður Sig- urðsson formaður handknattleiksdeildar, Jónas Guðmundsson, Jón Steingrímsson formaður körfu- knattleiksdeildar, Eggert Magnússon formaður knattspyrnudeildar. Sitjandi frá vinstri: Þorsteinn Haraldsson gjaldkeri, Jón Gunnar Zoega formaður og Sigurður Lárus Hólm ritari. Á myndina vantar Jafet Ólafsson varaformann. Á aðalfundi Vals í mars 1988 var Jón Gunnar Zöega kosinn formaður félagsins. Ásamt honum voru kjörnir í aðalstjórn þeir Jafet Ólafsson, varaformaður. Guðlaugur Björgvinsson, ritari. Þorsteinn Haraldsson, gjaldkeri, auk meðstjórnenda, þeirra Hrólfs Jónssonar og Jónasar Guðmundssonar. For- menn deilda í aðalstjóm 1988—1989 voru Eggert Magnússon, knattspyrnudeild, Þórð- ur Sigurðsson, handknattleiksdeild og Sig- urður Lárus Hólm, körfuknattleiksdeild. Á aðalfundi félagsins í apríl 1989 urðu þær breytingar á aðalstjórn að Guðlaugur Björg- vinsson og Hrólfur Jónsson gengu úr stjórn, og voru kjörnir í þeirra stað Sigurður Guð- jónsson og Sigurður Lárus Hólm, sem lét af formennsku í körfuknattleiksdeild, en ný- kjörinn formaður hennar, Jón Steingríms- son, tók fyrra sæti Sigurðar Lárusar í aðal- stjórn. Aðalstjórn knattspyrnufélagsins Vals 1989—1990 er því þannig skipuð: Jón Gunnar Zöega, formaður, Jafet Ólafsson, varaformaður Sigurður Lárus Hólm, ritari, Þorsteinn Haraldsson, gjaldkeri, Jónas Guðmundsson, meðstjórnandi, Sigurður Guðjónsson, meðstjórnandi, Eggert Magnússon, formaður knatt- spyrnudeildar, Þórður Sigurðsson, formaður handknatt- leiksdeildar, Jón Steingrímsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar. Stjórnin sem sat 1988—1989 hélt 62 bók- aða fundi. Allt frá því sú stjórn tók við og til þessa hefur mestur tími farið í að sinna fjár- hagsmálefnum Vals. Það er auðvitað engin nýlunda að félagsstjórnin glími við erfiðan fjárhag. Aðstæður hafa þó um margt verið óvenjulegar vegna þeirra gífurlegu fram- kvæmda, sem verið hafa á Hlíðarenda und- anfarin ár. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu málum, sem hafa verið til meðferðar hjá aðal- stjórn Vals, en að öðru leyti vísast til skýrslna íþróttadeilda. STARFSMENN Haraldur Sverrisson sem verið hafði fram- kvæmdastjóri félagsins um nokkurt skeið hætti störfum sumarið 1988. Sigríður Yngva- dóttir tók við starfi fjármálastjóra í ágúst 1988 og hefur yfirumsjón með daglegum rekstri og skrifstofuhaldi aðalstjórnar. Garð- ar Vilhjálmsson, sem ráðinn var fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar vorið 1988 hefur jafnframtsinnt ýmsum tilfallandi verk- efnum fyrir aðalstjórn. Á miðju ári 1989 var Jafct Ólafsson varaformaður Vals. tekin upp sú nýbreytni að ráðinn var sérstak- ur hús- og vallavörður að Hlíðarenda. Eyþór Brynjólfsson, sem annast hefur húsvörslu undanfarin misseri tók við hinu nýja starfi. Á sama tíma voru þau Baldur Bjarnason og Sig- ríður Árnadóttir ráðin baðog klefaverðir. FÉLAGSSVÆÐIÐ Vorið 1988 var neðra grasvallarsvæði fé- lagsins formlega tekið í notkun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson fór með bæn og ritning- arorð Að því loknu lék meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu vígsluleik. Byggð var tréstúka við knattspyrnuvöll fé- iagsins. Mikið umrót hefur verið við Hlíðarenda undanfarið misseri. Vegna lagningar nýs Bú- staðavegar gekk Valur til samninga við Reykjavíkurborg. Félagið lét af hendi u.þ.b. hálfan hektara úr erfðafestu sinni undir hinn nýja veg, en fékk í staðinn flugvallarveginn gamla og hefur nú til umráða samfellt svæði í vesturátt, en hluti erfðafestu Vals er innan núverandi flugvallargirðingar, vestan flug- vallarvegarins. Reykjavíkurborg hefur nú lát- ið í té nákvæman uppdrátt af landssvæði Vals, sem er nú að loknum þessum samning- um samtals 85.500 fermetrar. Upphaflegt landrými Vals að Hlíðarenda var 55.500 fer- metrar. Félagið hefur smám saman fengið meira land til umráða, en nú fyrst liggur fyrir skjalfestur uppdráttur þess. I samningi Vals og Reykjavíkurborgar var einnig kveðið á um að borgin annaðist mal- STARFIÐ ER MARGT ÁRSSKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR VALS Þorsteinn Haraldsson skrifar 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.