Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 39

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 39
treysti á stuðning ykkar á næsta keppnistíma- bili. Ef okkur tekst að efla félagsandann, vinnast fleiri sigrar en keppnissigrar. ÁRANGUR FLOKKANNA 4. FLOKKUR KVENNA keppir enn sem komið er ekki á neinu móti nema Gull- og Silfur mótinu í Kópavogi. Það mót er sam- bærilegt við Tommamótið í Vestmannaeyj- um. Flokkurinn varð ekki til fyrr en um mitt sumar en hann eflist og dafnar væntanlega á næstunni. 3. FLOKKUR KVENNA tók þátt i íslands- rnótinu og hafnaði í 2. sæti. Liðið varð þó bæði Reykjavíkur- og haustmeistari. Stelp- urnar í flokknum eru mjög samstilltar og efnilegar og þess má geta að þær lentu i 5. sæti á Gull- og Silfurmótinu. 2. FLOKKUR KVENNA vann ekki til verðlauna í ár en hann tók þátt í íslands- og Reykjavikurmótinu, jólamóti Breiðabliks og á Þórs-móti í Vestmannaeyjum. Þjálfari 3. flokks var Brynja Guðjónsdóttir. Þess má geta að Brynja ætlar að spreyta sig hjá öðru liði á komandi keppnistímabili og þykir okk- ur leitt að missa hana. Brynja er mjög góður starfskraftur, sem leggur sig ávallt alla fram um að ná góðum árangri, ekki bara til skamms tíma heldur til langframa. Brynja hefur alla tíð lagt mikið upp úr félagslegu hliðinni í knattspyrnunni og það er af hinu góða. MEISTARAFLOKKUR KVENNA vann ekki öll mót sumarsins eins og í fyrra en varð þó íslands- og Reykjavíkurmeistari. Hópur- inn er sérstaklega skemmtilegur og samstillt- ur en þjálfari hans var Logi Ólafsson. 7. FLOKKUR KARLA tók þátt í einu fé- lagsmóti í sumar „Stjörnumótinu” og hafn- aði í 3. sæti. Enn, sem komið er, eru engin op- inber mót á vegum KRR og KSÍ fyrir 7. flokk. 6. FLOKKUR KARLA tók þátt í Tomma- mótinu, Pollamóti KSÍ auk Reykjavíkur- og haustmóti. Strákarnir unnu ekki til verðlauna í ár enda er liðið mjög ungt — sennilega eitt það yngsta í 6. flokki i ár. Þjálfari 6. og 7. flokks var fyrst Helgi Björgvinsson en síðan tók Ragnar Helgi Róbertsson við. Umsjónar- maður flokksins er Jón Helgason. 5. FLOKKUR KARLA varð Reykjavíkur- meistari en á íslandsmótinu og haustmótinu hafnaði flokkurinn um miðju. Einnig tók flokkurinn þátt í Peyjamóti Þórs í Vest- mannaeyjum og Essómóti KA á Akureyri og hafnaði í 2. sæti á báðum mótunum. Þjálfari 5. flokks var fyrst Helgi Björgvinsson en síð- an tók Kristján Sigurjónsson við. Umsjónar- menn flokksins eru Bergrós Hilmarsdóttir og Aðalsteinn Aðalsteinsson. 4. FLOKKUR KARLA tók þátt í öllum mótum á vegum KRR og KSÍ og varð Reykja- víkurmeistari innan- og utanhúss. Á Islands- mótinu tapaðist ekki leikur og aðeins tvö jafntefli litu dagsins ljós. Þá vannst haust- mótið bæði í A- og B-liði. B-liðið tók þátt í Blikamóti í Kópavogi og sigraði. Af þeim 25 leikjum sem A-liðið spilaði í íslands- Reykja- víkur- og haustmóti unnust 22 leikir en 3 lyktaðimeð jafntefli. Liðið skoraði 163 mörk en fékk á sig 13. Þjálfari liðsins í sumar var Valdimar Stefánsson og liðsstjóri Concordía Konráðsdóttir. Islandsmeistarar Vals í kvennaknattspymu 1989. LEIKIR 4. FLOKKS: íslandsmót Reykjavíkurmót Valur — KR 4:2 Valur — KR 1:1 ÍA — Valur 0:1 Þróttur — Valur 0:20 Valur — UBK 9:1 Fjölnir — Valur 0:16 FH — Valur 0:3 Valur — Leiknir 12:0 Valur — Stjarnan 4:0 Fram — Valur 0:9 Fram — Valur 0:5 Valur — ÍR 14:0 Valur — Selfoss 3:1 Fylkir — Valur 0:9 Víkingur — Valur 0:3 Valur — Víkingur 5:2 Valur — 1R 4:0 Markatala 87:3 Markatala 36:3 2. flokkur kvenna í knattspyrnu 1989. 3. flokkur kvenna í knattspyrnu 1989. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.