Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 30

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 30
Jakob Sigurðsson fyrirliði meistara- flokks karla í hand- bolta og marg- reyndur lands- liðsmaður Eyjapeyjanum í Valsliðinu, fyrirliðanum J akobi Sigurðssyni, er fleira til lista lagt en að kasta bolta. Hann er margfaldur íslands- meistari með Val í fótbolta, var í sýningar- flokki í fimleikum þegar hann bjó í Vest- mannaeyjum og á íslandsmeistaratitil að baki með 2. flokki HK í blaki. Á aldrinum 14 til 15 ára var Jakob á kafi í hestmennsku en því áhugamáli lauk snögglega þegar keyrt var yfir hestinn hans. „Jú, auðvitað lagðist mað- ur í kör eins og Egill forðum þegar hesturinn drapst,” segir Jakob og brosir. „Annars er nú dálítið skondið hvernig ég varð íslandsmeist- ari í blaki. Nokkrum félaga minna tókst að plata mig á blakæfingu með HK sem leiddi til þess að ég var síðar boðaður í leik með liðinu. Ég koma lítið inn á leiknum en fékk þó að vera smávegis með. Þetti er minn eini blak- leikur á ferlinum en þegar lið HK varð meist- ari í lok vetrar fékk ég sendan verðlaunapen- ing heim. Ég þurfti því ekki að hafa mikið fyrir þeim Islandsmeistaratitli.” Jakob Sigurðsson er fæddur í Vestmanna- eyjum 28. mars 1964. Sambýliskona hans heitir Fjóla Sigurðardóttir og er tölvunar- fræðingur. Jakob er einkabarn hjónanna Sig- urðar Tómassonar og Guðrúnar Jakobsdótt- ur. „Nei, ég held að ég sé ekki spilltur því það var reynt að ala mig upp í góðum siðum.” Jakob lenti í því 23. janúar 1973, þá 9 ára gamall, að flýja Vestmannaeyjar ásamt öðr- um Eyjaskeggjum þegar jörðin tók að spúa eldi og brennisteinum. Hann snéri til baka þegar öllu var óhætt en þegar foreldrum hans bauðst góð atvinna í Reykjavík lauk ánægju- legu Eyjatímabili í lífi hans, í bili að minnsta kosti. „Vestmannaeyjar er fullkominn staður fyrir gutta að alast upp á. Manni var sleppt út á morgnana og svo skilaði maður sér heim þegar svengdin sagði til sín. Við vorum í fót- bolta allan daginn eða að byggja kofa. í þá daga gekk lífið út á fótbolta og í Eyjum var fullt af hverfaliðum. Ég man að ég lék ýmist með Smára eða Visi. Handboltinn í mínu lífi kom ekki til sögunnar fyrr í 5. flokki hjá Val en þá var ég orðinn 12 ára.” — Af hverju varð Valur fyrir valinu eftir að þú fluttir til Reykjavíkur? 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.