Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 48
FOTBOLTINN Meistaraflokkur Vals 1989. Aftasta röð frá vinstri: Baldur Bragason, Þórður Bogason, Halldór Áskelsson, Einar Páll Tómasson, Atli Eðvaldsson, Magni Blöndal Pétursson, Jón S. Helgason, Snævar Hreinsson. Miðröð: Eggert Magnússon formaður knattspyrnudcildar, Úlfar Másson formaður meistara- flokksráðs, Ingvar Guðmundsson, Heimir Karlsson, Sævar Jónsson, Lárus Guðmundsson, Jón Þór Andrésson, Hörður Helgason þjálfari, Hilmir Ágústs- son sjúkraþjálfari, Sævar Hjálmarsson liðsstjóri, Guðmundur Þorbjörnsson síðar þjálfari liðsins og Garðar Vilhjálmsson framkvæmdastjóri. Fremsta röð frá vinstri: Guðmundur Baldursson, Sigurjón Kristjánsson, Bjarni Sigurösson, Þorgrímur Þráinsson fyrirliði, Lárus Sigurðsson, Gunnlaugur Einarsson, Steinar Dagur Adolfsson. Stutt ágrip af sumrinu 1989 hjá meisíaraflokki karla í knattspyrnu Ulfar Másson, for- maður meistara- fiokksráðs skrifar Uppskera meistaraflokks karla í knatt- spyrnu varð ekki eins drjúg og vonast var til um vorið. Liggja þar margar ástæður að baki. Eftir mjög vel heppnaða æfingaferð í vor, þar sem Valsliðið tapaði naumlega fyrir svissneska fyrstudeildarliðinu Luzern og vann Baden sem leikur í 2. deild, hugðu menn gott til glóðarinnar fyrir íslandsmótið. Þetta gekk eftir í fyrstu leikjum mótsins og var Val- ur í efsta sæti allt fram í níundu umferð, þótt lítið væri skorað af mörkum. Þá fór að halla undan fæti og dýrmæt stig töpuðust. Virtist botninn detta algjörlega úr liðinu þegar leið á sumarið og ég held að kalla megi ágústmán- uð „hinn svarta” því þá töpuðust allir leikir liðsins og það hrapaði niður í sjöunda sæti. Það er ekki hægt að benda á eitt atriði öðru fremur sem sökudólg fyrir óförunum því margt liggur að baki. í fyrsta lagi var liðið nokkuð breytt frá árinu áður. Ungir strákar voru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki og nýir leikmenn komu úr öðrum liðum. Okkur, sem störfuðum í kringum liðið, fannst að í stað þess að kynnast hver öðrum og skilja hver annan á leikvelli, var eins og strákarnir fjarlægðust. í kjölfar þess virtust þeir ekki megnugir að framfylgja því sem upp var lagt af Herði Helgasyni þjálfara. Þar sem ljóst var í lok ágúst hvert stefndi, tók stjórn knattspyrnudeildar þá erfiðu ákvörðun að leysa Hörð frástörfum. Sökin lá alls ekki hjá Herði einum en þegar samband rofnar á milli tveggja póla, verður að endur- nýja annan hvom þeirra. Það segir sig sjálft að erfitt er að leysa upp heilt knattspyrnulið og varð Hörður þvi að víkja. Ákveðið var að Guðmundur Þorbjörnsson tæki við liðinu í lok keppnistímabilsins. Hann náði strax góð- um tökum á strákunum og með sinni miklu þekkingu á knattspyrnu og góðum skammti af kímnigáfu glæddi hann liðinu aftur leik- gleði og sigurvilja. Það er ljóst að ekki er hægt að hafa ánægju af neinu verkefni nema að kunna eitthvað til verksins og vita sem næst um takmark þess sem tekist er á hendur. Liðið tók mikinn kipp í kjölfar þjálfara- skiptanna og af þeim níu stigum, sem eftir vom í pottinum þegar Guðmundur tók við, tóku strákarnir sjö þeirra. Valur hafnaði því í 5. sæti á íslandsmótinu. í Evrópukeppni bikarhafa dróst Valur á móti Dynamo Berlin, besta liði Aust- ur-Þýskalands síðustu árin. Liðið hefur með- al annars orðið 10 sinnum meistari í heima- landi sínu á síðustu 11 árum. Engu að síður var farið í þessa leiki með því hugarfari, sem gefist hefur vel á síðustu árum, það er; að komast áfram. í fyrri leiknum, sem var hér heima, var staðan 1:0 fyrir Val í hálfleik og virtuststrákarnir hafa í fullu tré við Þjóðverj- ana. Sigur blasti við þegar þeir náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Austur-Þjóðverj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.