Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 67

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 67
Fyrsta keppnislið Vals í meistaraflokki kvenna . 1977. Aftari röð frá vinstri: Youri Ilitschcv þjálfari, Ema Lúðvíksdóttir, Anna Edwardsdóttir, Sigrún Þórar- insdóttir, Helena Önnudóttir, Anna Vignir, Albcrt Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Hjördís Rafnsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Auður Rafns- dóttir, Anna Eðvaldsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Anna Hjartardóttir. Á myndina vantar Sólrúnu Ástvaldsdóttur. — Hvað gerið þið ykkur til skemmtunar utan þess að spila fótbolta? „Við förum í útilegur, í partý og gerum eitt og annað skemmtilegt. Annars hefur dregið aðeins úr þessu hin síðari ár þvi margar eru komnar með fjölskyldu og jafnvel börn og höfum við því ekki eins mikinn tíma hver fyr- ir aðra. Annars eru stelpurnar í Val nánast einu vinkonurnar sem maður á — í það minnsta hefur maður þá vanrækt aðrar” . Hvert er eftirminnilegasta keppnistíma- bilið af þessum 13? „Án efa árið 1986. Þá unnum við öll mót sem við tókum þátt í jafnt innanhússsem ut- an. Við unnum alla leikina að mig minnir. Sætasti sigurinn aftur á móti er sigurinn gegn 1A íúrslitaleik bikarkeppninnar árið 1984. Þá vorum við í töluverðri lægð og höfðum ekk- ert sérstöku liði á að skipa. Við vorum ný- komnar heim úr keppnisferð frá Ítalíu þegar við lékum við ÍA og unnum á vítaspyrnu- keppni. Ítalíuferðin þjappaði okkur saman og þetta var nánast bara spurning um að berj- ast á fullu.” — Hver hefur þróunin í kvennafótboltan- um verið á þessum 13 árum sem þú hefur staðið í baráttunni? „Mér finnst hún hafa haldist í hendur við hvernig staðið hefur verið að málum hjá KSI. Það var mikill uppgangur í fótboltanum á ár- unum 1982—83 en þá tók landsliðið þátt í Evrópukeppninni. Þá léku félagsliðin vel því stelpurnar höfðu að einhverju að stefna og vildu komast í landsliðið. Á þessum árum var líka mikið um landsleiki. Síðan kom langt hlé þar til nokkrir vináttulandsleikir voru leiknir en núna hefur verið ládeyða nokkur lengi. Það var gaman að taka þátt í þessu þegar maður fann fyrir stuðningi og áhuga og þegar peningar voru lagðir í starfið. Á þessum árum gerðum við t.d. jafntefli við Noreg á útivelli og í dag eru þær stelpur heimsmeistarar. Núna hefur engin uppbygging átt sér stað hjá landsliðinu og kannski þess vegna hefur kvennaknattspyrnan á íslandi staðið í stað. Reyndar eru fleiri yngri flokkar starfræktir hjá félögunum en áður og er það mjög já- kvætt. Slíkt skilar sér upp í meistaraflokk jafnt og þétt. En það verður að halda mjög vel utan um þessa starfsemi yngri flokkanna. Að mínu mati verður að leggja meiri rækt við tækniæfingar að vetrarlagi til þess að þessar stelpur taki framföruml’ — Ætlar þú að halda ótrauð áfram að æfa? „Já, ég reikna með því. Annars er það spurning hvað nokkrar stelpur í meistara- flokknum gera — kannski hætta sumar en það fer dálítið eftir því hver verður ráðinn þjálfari.” — Finnst þér kvennaflokkur Vals hafa ver- ið útundan í félaginu öll þessi ár? „Það vill þvi miður oft verða svo. Við gef- um engan pening af okkur vegna fárra áhorf- enda og þess vegna er lítið gert fyrir okkur. Annars hefur þróunin verið jákvæð hin síðari Ragnheióur fyrir leik gegn Taiwan á móti í Wat- ford síðastliðið sumar. Leikurinn tapaðist 0:1 í miklum hita. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.