Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Page 31

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Page 31
25 hæð. Á þrjá ves1' er hann ber og snarbrattur, en á norðurhliðinni eru nokkrir stallar, settx mynda nokkurskonar tröppustiga, og því kalla fjallabúarnir hann „Risastiga". Marston hafði ráfað stað frá stað í hömrun- um og hafði nú numið staðar efst á Risastiga og var að virða fyrir sjer útsýnið. Hann stóð svo framarlega á hamrinum, að við eitt spor áfram hefði hann steypst niður í gjána undir. Hann skoðaði landið lengi í kíkir sínum, fyrst fjailaklasann hinum megin dalsins og svo sjálf- an dalinn neðan við sig. Þar sá hann dálítið sveitahús, sem stóð á lítilli öldu. Fram af því var byggð nokkurskonar liogahvelfing. og á öðrum enda hennar stóð gamall vefstóll. I sjónauka sínum sá Marston, að við vefstólinn sat ung og fögur stúlka, sem var að vefa dökk- an dúk. lvinnar hennar voru rauðar sem rósir og hárið. var bundið xipp í föstum hnút í lniakk- anum. Hún var á sokkunum, og ermunum hafði liún fiett upp fyfir olnboga, svo hvítir og vel vaxnir armarnir sáust berir. Marston horfði lengi á þessa mj-nd, og sagði loks við sjálfan sig: „Þetta sveitafólk er einfaldleikinn sjálfur, en þó svo sbemmtilegt11. Rjett í þessu barst að eyrum hans ómurinn af hreinni og skærri kvennmanns rödd, sem var að syngja algengt lag. Vefarinn hjelt áfram að stíga vefstólinn og Marston hjelt áfram að tala viðsjálfan sig: ,.Fars(æl, algjörlega farsæl. Enginn stœrri heimur er til fyrir liana en dalurinn hennar. Engar áhyggjur hefur hún og enga löngun til metorða. Synd væri að leika sjer að slíku hjarta, og þó mundi jeg nærri freistast til þess, hefði jeg tækifæri'1.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.