Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Page 42

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Page 42
36 þjei' með pentudúknum, þegar þörf gerist; að liræra í kaffinu, teinu eða súkulaðinu hægt, og súpa á bollanum án þess að heyrist; láta ekki yfh'bollann á borðdúkinn nje liella í undirskál- ina; ekki taka liýði af apelsínum eða öðru þess- háttar fyrir aðra með berum böndum, heldur halda á því með hreinum gaffli; ef þú rjettir öðr- um kryddvökva (sauce) þá að setja ílátið við liliðina á diskinum; ekki að hringa fætur utan um stölinn þinn; ekki heldur rjetta þá fram undir borðið, svo þú komir við fæturna á þeim, sem situr á móti þjer; að leggja ætíð hnífinn og gaffalinn þinn á diskinn og teskeiðina á undir- skálina; ekki liggja upp við stólbakið; ekki stanga úr tönnunum á þjer (það er ekki fagur siður að láta tannstöngla á borðið): að fara ekki undan borði á undan öðrum nema af góðri á- stæðu og biðja þá afsökunar, og fara ekki frá borði með neitt upp í þjei' eða tyggjandi, nje heldur taka neitt með þjer, svo sem ávexti eða kryddbrauð; að ganga snyrtilega frá hníf og gaffli, hvorum við hiiðina á öðrum á diskinum. Hver sem ekki er hirðulaus um failega fram- komu, mun leggja sig eptir fögrum borðsiðum. Hver vel siðaður maður, livort heldur er karl eða kona, kemur fram kurteislega, ekki einungis í samkvæmissalnum og danssalnum, beldur allsstaðar og við öll tækifæri. Snyrtimennska og háttprýði er önnur náttúra allra slíkra manna. III. Á förnum vt|i. Ef þú mætir kvennmanni (eða enda hverj- um sem er, hvort heldur gangandi aða ríðandi), áttu að víkja til hægri handar, nema öþægilegra sje eða á einhvern hátt verra fyrir kvennmann- inn, þá er siálfsagt, að þú hliðrir öðruvísi til. Það er skylda kvennmannsins að kannast við karlmanninn að fyrra bragði, með því að hneigja sig, en þá skal hann taka ofan fyrir henni, en fyr ekki (á meginlandi Evrópu er þetta samt þvert á möti). Það er skylda karlmannsins að bera fyrir kvennmann, sem honum ersamferða, sjerhvað það, sem hún hefur meðferðis, böggla

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.