Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Page 45

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1898, Page 45
39 sæti ]iitt kvennmanni, sem þarfnast sætis og verður að standa. Svaraðu ætíð fljótt brjefi, sem krefst svars. Sneyptu ekki nje sláðu barniö þitt í viðurvist ökunnugra manna. Gefðu öðrum bestu sætin. Vertu mjög kurteis og alúölegur viö gamalmenni. Vendu þig á lágan og hreim- sætan málröm. Forðastu að vera nefmæltur. Láttu ekki standa á þjer að endurgjalda gest- risni með samskonar gestrisni. Vertu ekki sjálfselskur í orðum, verkum eða viðmóti. Sendu frímerki, ef þú þarft að fá svar eða upplýsingar brjeflega. Ef þú ferðast í öörum löndum, skaltu ekki raupa af þínu eigin landi. I almennum viðræðum skaltu aldrei svara fyrir annarra hönd. heldur láta þá sjálfa svara þeim spurning- um, sem heint er að þeim. Hlæöu hjartanlega, en ekki ofsalega. Beyndu ekki að ráða eða stjörna samræðum eða viðræðum (tala einn fyrir alla). í samkvæmi skaltu ætið velja efni til um- ræðu. sem aðrir geta vel talað um. Fægðu ekki eða skerðu neglur þínar á almanna færi. Tal- aö-’ -kki um greiða, sem þú kant að hafa gert, ne-r þú sjert neyddur til þess. Varastu að gei.v þig of heimakominn við nýfenginn kunn- ingja, með því t. d. að kalla hann skírnarnafni sínu. Gríptu ekki fram í fyrir þeim, sem er að tala. Biddu afsökunar, ef þú verður að láta í ljösi gagnstæða skoðun. Láttu síðustu orð þín, þegar þú ferð að heiman vera þýðleg. Svaraðu kurteislega kurteisri spurningu. Horfðu ekki vfir öxlina á þeirn, sem er að lesa eða skrifa. Hnipptu ekki í þann, sem þú vilt að taki eptir þjer, heldur ávarpaðu hann. Spurðu aldrei börn eða þjónustufólk um heimilismálefni (einka- mál fjölskvldunnar). Mundu eptir því, að eng- inn vel siðaður maður minnist á sigurvinningar sínar yfir kvennfölki. Engin stúlka ætti að þiggja dýrar gjafir frá pilti, nema hann sje bröðir hennar eða unnusti, en blóm, nötnabæk- ur, bækur, brjðstsykur eða annað sælgæti má hún þiggja, ef ekki er mjög mikið verðmæti í því. Vertu seinn til að reiðast. Fljötur að fyr- irgefft. Ætíð fús á að bæta úr misfellunum. Láttu þjer ekki eins annt um að öðrum geðjist þú, eins og að gera öðrum til geðs, Vertu kurt-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.