Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Side 11
ALMANAK 1916
5
Litur loftsins um sólsetur.
Þegar himininn er gráleitur og myrkur um sólsetur, eða slái á
hann grænum eSa gul-grænum lit, er regn í vændum. Rautt sólar-
lag með skýjum, er verða myrkari, þegar fram á nóttina líður boðar
einnig regn.
Baugur um sólina.
Með baug um sólina meinum vér hina stóru hringi, eða hring-
parta, er liggja urn sólina. Þegar baugur sést um sólina eftir gott
veður, má búast við regni.
Kóróna.
Með kórónu meinum vér smáa hringi, er sjást oft um sólina eða
tunglið. Þegar kórónan fer minkandi, bendir það á regn, stækki
hún, er fagurt veður í vændum.
Regnbogar.
Regnbogi að morgni dags er álitinn boða regn ; regnbogi að
kveldi, fagurt veður.
Litur himinsins.
Þegar þykkur, djúpur blámi sést á himninum, jafnvel þótt hann
sjáist gegnum skýjað loft, boðar það fagurt veður; verði bláminn
ljósari (hvítari), er stormur í nánd.
Þoka.
Þokur benda á staðviðri. Morgunþoka er vanalega horfin um
hádegi.
Skafheiður himinn.
Þegar gufuhvolfið er óvanalega skfrt, og rnjög stjörnubert er,
og þær sýnast eins og deplar, er regn í vændum.
Skýin.
Þegar vór athugum skýin, gefum vér gætur að, hvers konár
ský það eru, hvernig þau hreylast og hvernig þau eru í lögun. Ský
þau, er menn oft nefna ,,hestatögl“ köllum vér þráðaský (Cirri).
Einkenni þeirra er, að þau sýnast eins og þunnur vefur, er hangir
lauslega saman eins og tagl á hesti, eða þau sýnant fléttuð saman
eins og hin fjarlægu ský, er mynda sólarhringina. Litlar, reglu-
lega myndaðar þyrpingar af skýum þessurn sjást oft fyrir stöðugu-
blíðviðri. En þráða-ský eru líka stundum fyrirboði storms. Þegar
þau boða storm, eru þau vanalaga þéttari (fleiri) og hliðar þeirra
skörðóttar, og þá verða þau oftast að hvítleitum, löngum skýbakkn.
Ský þau er alment eru kölluð ,,baðmullar-sekkir“, eða “þrumuhöf-
uð“, köllum vér skýja-þyrping (Cumulus). Þegar þau sjást um
heitasta tíma dagsins, en hverfa með kvöldinu, er framhaldandi
blíðviðri í vændum. Þegar þau aukast skyndilega, síga hægt niður
í gufuhvolfið, og hverfa ekki undir kvöldið, mun brátt von á regni.
Þegar sérstök smáský virðast eins og slitna frá þeim, má búast við
skúrum. Ský þau er sjást \analegast eftir miðnætti, sýnast liggja
marflöt og taka yfir mikið svæði, boða fagurt veður. Lítil svört
vindaský eru fyrirboði regns.
Loftþyngdarmælir.
Þegar vér notum loftþyngdarniæli, er áríðandi að gefa gæturað