Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 67
ALMANAK 1916
59
kveldi; höfðu þeir ekki aðra nagla til smíðsins, enn þá
er þeir drógu úr flatdallinum. Þetta sjófar var síðan
notað til fiskjar með ströndinni og annars skjökts.
Hjón þessi eru nú orðin há-öidruð, hann 78 ára og
hún litlu yngri, samt eru þau enn vel ern og stendur
gamla konan fyrir húskapnum innan-bæjar, með dugnaði
mikium; en Benidikt hefir að mestu mist sjónina og því
orðið að leggja niður verk.
Brasilíuferðir Þingeyinga.
HRIÐ 1902 birtist í Almanakinu ritgerð eftir Jón Borgfirðing
(á Akureyri), um Brasilíu-ferðir Þingeyinga. Ritgerð sú
mun vera það fyrsta er um Brasilíu-ferðirnar var ritað og
að sjálfsögðu að öllu rétt, eins og annað er frá hendi þess látna
fræðimans birtist á prenti. Árið sem leið, birtist ritgerð um
sama efni, eftir Þórhall biskup Bjarnarson í “Morgunblaðinu”.
sem hann nefnir: „Frá Grœnlandi til Brasilíu". Ritgerð sú er í
sumum atriðum ágæt viðbót, við það sem hér hafði áður birst,
og því ástæða til að láta hana koma hér líka.
I.
Frá Grænlandi til Brasilíu.
Yfirskriftin svíkur ekki með það að bæði kemur fyrir
Grænland og Brasilía, en ferðin ó milli er blað úr sögu
Suður-Þingeyinga fyrir fullum 50 árum. Eru þeir sögu-
menn mínir faðir minn heitinn. Tryggvi Gunnarsson og
Hermann Jónasson.
Yeturinn 1858—59 var einn hinn allra versti norðan-
lands á allri öldinni. Herman kallar veturinn “blóðvet-