Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 70
62
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lendusvæðið, var eigi síður hugsað til kvikfjárræktar, en
akuryrkju. Fyrir valinu varð Jónas Hallgrímsson. Hann
átti að fara sumarið 1862, en það dróst til júlímánaðar
1863, þá fer hann og 3 aðrir, frá Akureyri til Khafnar,
komust þeir síðan á vegu Brasilíustjórnar-umboðsmanns
i Hamborg, og lögðu þaðan út með seglskipi og höfðu
langa útvist. Ári síðar reit Jónas langt og fróðlegt bréf
um ferðina og það sem fyrir þá félaga bar í Brazilíu og
kom bréfið í Korðanfara 1864 og 1865.
Tilskilið var það í félagskapnum þingeyska, að Bras-
ilíustjórn sæi þeim fyrir ókeypis fari yfir hafið, væntan-
lega frá Hamborg. Það dróst. Ekki varð Jónasi auðið
iieimkomu, og lét hann þó hér eftir konu og ung börn.
fíann hafði ofan af fyrir sér í Brasilíu mest með smíðum
og komst af, en gat eigi aflað sér þess fjár að komast heim,
er var margfalt dýrara en útferðin. Hann var eigi heilsu-
iiraustur maður. Varð gula sóttin honum að bana um
1867.
Árið 1873 kemst það í kring að ókeypis far stendur
til boða, eða vildari kostir en áður. En þá var Brasilíu
félagsskapurinn farinn að dofna. Sjálfur foringinn var
afhuga ferðinni, bjó svo vel í Nesi, að ekki tók að skifta.
og nú voru líka að byrja vesturfarir til Canada og Banda-
ríkja, og munu hafa þótt fýsilegri. I fréttum frá íslandi
1873 segir, að alls hafi farið vestur um haf það ár hátt á
þriðja hundrað manns, og hafi fáeinir farið til Suður-
Ameríku og ætlað að setjast að í Brasilíu. Hermann
segir mér, að það hafi verið einir 30, flestir úr Bárðadal.
“Brasilíufarar” Magnúsar Bjarnasonar söguskáldsins
góða, vestan hafs, eru að öllu eigið hugarsmíði höfundar-
ins. Lítill sem enginn kunnugleiki kemur þar fram um
hagi þessara landa vorra í Brasilíu.
Hjón höfðu farið frá Sandvík í Bárðardal í hópnum
1873, með 4 uppkomin börn, og voru bæði hjónin náskyld
Hermanni Jónassyni. Veturinn 1886 eða 1887 kemur
hingað í kynnisför sonur þeirra hjóna. Hann kvað lönd-
um líða vel, komast af, en efnin ekki mikii. Þeir bjuggu
svo dreift, að félagsskapur gat eigi haldist þeirra í milli.
Vissu þó nokkurnveginn hverir af öðrum. Var þar mest