Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Qupperneq 82
74
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
að móðirinni en í fanginu hafði hún drenginn yngsta á
öðru ári. Honum varð þá að orði:
“Þuríður Sveinsdóttir, hvernig stendur á því, að þig
eina vantar aidrei neitt?”
Konan leit upp og úr augunum skein viðkvæmni.
Hún horfði yfir barnahópinn sinn og síðan aftur á vegt-
urfarastjórann, en augun voru þá full af tárum. “Nei, mig
vantar ekkert,” var svarið. Hún ein hafði ekki ástæðu
til að kvarta.
Ferðin gekk vel og var viðstöðulaust haldið til Long
Pine í Nebraska ríkinu.
Land var þá sem óðast að byggjast 1 Nebraska, og
mátti ná í heimilisréttarland nálægt þorpinu LongPine,
en ekki sá Luríður sér fært að geira ])aö þó að Þórvör
systir hennar og Jón Halldórsson, sem bjuggu þar skamt
frá, mundu hafa lijáipað henni eftir föngum. Tóku þau
hjón á móti þeim með opnum örmum og voru þau þar
öll um tíma. Svo settist Þuríður að í þorpinu og vann
fyrir sér og börnunum með því að draga á þvott fyrir
hótelið þar, Tóku nú elztu börnin að hjálpa lignni er
þau eltust og lærðu málið.
í Long Pine dvaldi Þuríður 5 ár eða þangað til 1896
að hún flutti til Mountain, N.-Dak., þar bjó Sigurjón
Sveinsson bróðir hennar. Þau systkin höfðu ekki sézt
frá því þau voru unglingar heima á ættjörðinni og þektu
ekki livort annað.
Að Mountain var liún 2 ár. Árið 1898 tóku þau syst-
kin, Sigurjón og Þuríður upp héimilisréttarlönd þar ná-
lægt, sem nú er þorpið Municli, N.-Dak. Það var um 30
mílur frá járnbraut, og fluttu þangað vestur á löndin
um vorið.
1. júií 1899 giftist Þuríður 1 annað sinn, Indriða Sig-
urðssyni. Þau bjuggu nálægt Munich, N.-Dak., í 5 ár eða
til 1903, er þau keyptu gott liús í bænum Edinburg, N.D.
Þar voru þau í 7 ár. Þeim Indriða og Þuríði varð ekki
barna auðið.
Árið 1910 tók Indriði Sigurðsson ásamt með stjúpson-
um sínum upp heimilisréttarland nálægt þar sem nú er