Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 85
ALMANAK 1916
77
SÍMON SÍMONARSON
Hann er einn þeirra manna í hópi Vestur-íslendinga,
sem þess vert að Almanakið geti. Hann er nú orðinn
maður liníginn að aldri og hefir dvalið liin síðari ár hér
í Winnipeg, síðan hann brá búi vestur í Argyle. Hann er
fæddur 13. dos. 1839 að Breiðstöðum í Gönguskörðum í
Skagafjarðarsýslu. Kona lians er Valdís Guðmundsdótt
ir, fædd 3. október 1834 að Krossum í Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu. Hegar er lnin var liálfs árs gömul misti hún
föður sinn og fór frá móður sinni til sóknarprestsins og sá
hana aldrei upp frá því; ólst hún upp með honum að
Helgafelii. Vaidís er móðir dr. Valtýs Guðmundssonar
í Kaupmannaliöfn, sem lengi hefir verið einn liinna nafn-
kunnustu íslendinga, fæddur 11. marz 1860. Þau Símon og
Valdís voru saman gefin í hjónaband á Höskuldsstöðum
í HúnaA'atnsýslu af síra Páli Jónssyni. Voru þau fyrst til
heimilis að Svangrund í Iiúnavatnssýslu eitt ár og annað
að Kambakoti í sömu sveit. Þaðan fluttust þau norður í
Skagafjörð að Instalandi á Reykjaströnd og voru þar átta
ár. Eftir það voru þau eitt ár á Eagranesi með síra
Magnúsi Thoriacius og annað ár að Heiði með Stefáni,
föður Stefáns Stefánssonar, kennara. Þá byrjuðu þau bú-
skap í Heiðarseli og voru þar í þrjú ár. Hjóðhátíðarárið
1874 fluttust þau til Ameríku með þeim þrjú hundruð
manns, sem það ár fór með eimskipinu Sankti Patreki
beinleiðis til Quebee. Eitt ár staðnæmdust þau austur
í Ontario-fylki. En þaðan fluttust þau til Nýja íslands.
Komu þangað fyrsta vetrardag 1875. Staðnæmdust þau
fyrst á Gimli og námu land í Víðinesbygð nálægt Ivjalvík.
Þar bjuggu þau hálft sjötta ár. Vorið 1881 flutt-
ust þau til Winnipeg og voru þar eitt ár. Næsta ár 1882
fluttust þau til Argyle og námu land, beint suður af Brú.
3>ar bjuggu þau laglegu búi í tuttugu ár. Árið 1902 komu