Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 87
ALMAXAK 1916
79
liau aftur til Winnipeg og liafa verið hér nú í síðustu
])rettán ár. Höfðu lrau eignast tvær bújarðir í Argyle,
sein seidust fyrir 5000 dollara. Af ])eim efnum iiafa þau
lifað, án þess að láta tii þurðar ganga, og þó gefið mörg-
um þurfaling og verið sústyrkjandi hvert gott máiefni,
sem drepið hefir að dyrum. Þeim hjónum Símoni og
Valdísi varð fimm barna auðið, hafa mist þrjú, en tvö
eru á lífi: Guðmundur Símonarson, sem lengi hefir búið
í Argyle og á þar stórar jarðir, en nú er fluttur hingað
til Winnipeg og er einn af starfsmönnum stjórnarinnar,
er sonur þeirra. Og Guðrún, kona Jósefs Skaftasonar,
sem um nokkur ár hefir gegnt störfum fyrir fylkis-
stjórnina hér, er dóttir þeirra, hin ágætasta kona að allra
dómi sem þekkja. Eru þau Símon og Valdís nú alflutt
til þeirra, og munu bæði dóttir og tengdasonur samvaiin
í að gera þeim eilidagana sem ánægjulegasta. Ellefta
október í haust liéldu ])au Guðmundur og frú Guðrún
Skaftason, gullbrúðkaup foreldra sinna á hinu prýðilega
lieimili Guðmundar og höfðu margt manna í boði. Skáld-
in Sigurður J. Jóhannesson og Kristinn Stefánsson ortu
þeim fögur kvæði. Og skeyti kom frá dr. Valtý í Ivaup-
mannahöfn og vestan af Tvyrrahafsströnd frá Kristjönu,
konu Erlends Gíslasonar, sem er dóttir frú Valdísar, og
manni hennar, er fluttu gullbrúðkaupslijónunum ham-
ingju-óskir. Iiafa þau hjón eigi verið síður heppin með
tengdabörn sín en börn. Kona Guðmundar, Guðrún
Jónsdóttir, er merkiskona hin mesta og liin ágætasta
húsfreyja; enda var alt hvað öðru samboðið á heimili
liennar við þetta tækifæri, hfbýlaprýðin, rausnin, og
smekkvísin.
Símon Símonarson ihefir ekki liaft hátt um sig um
dagana og ekki verið eiginlega við nein stórvirki riðinn.
Hann er manna kyrrlátastur í tali og umgengni. En þeim
sem honum kynnast, verður brátt ljóst, að hann á í farí
sínu ýmsa kosti, sem til mestrar prýði þykja íslenzkum
manni, en langmest virðist vera til af, nú um þessar
mundir að minsta kosti, með bændastéttinni. Hann hef-
ir verið þrekinn á velli og þrekinn í lund, raungóður og
vinfastur. Hann liefir verið maður fyrirtaks orðvar og