Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1921, Page 43
ALMANAK 1921
88
Sigur<5ur Sigurðsson Mýrdal, 'frá Giljum í Mýrdal
i Vestur-Skaptafellssýslu. FaSir hans var Sigurður
Árnason en móðir Anna Gísladóttir Oddssonar úr
Landbroti í Kleiíarhreppi í sömu sýslu. Kona Sigurð.
ar var Valgerður frá Skammadal í Mýrdal. Foreldr-
ar hennar Jón Guðmundsson og Margrét Einarsdóttir.
Sigurður flutti af Islandi 1876 og fór þá til Nýja Is-
lands. Var þar í fá ár, en flutti svo til Pembina. Þar
dvaldi 'hann allmörg ár og vann að verzlunarstörfum.
Flutti síðan til Victoria, B. C., en er nú í Point Roberts,
Wash. Konu sína misti hann 1912. Hann er talinn
merkur maður. Prýðis vel að sér, er þó sjálfmentað-
ur. Dugnaðar- og framsóknarmaður á yngri árum
hafði hann verið. Hefir hann verið néfndur sem helzti
leiðandi maðurinn meðal Islendinga í Pembina meðan
hann dvaldi |þar. Hann var 'hinn fyrsti kirkjuiþings-
fulltrúi Perrtbinasafnaðar, og mætti á hinu fyrsta kirfcju-
þingi, sem haldið var í Winnipeg 1885.
Eilífur Guðmundsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal í
Vestur-Skaptafellssýslu. Faðir hans var Guðmundur
ísleifsson, ættaður undan Eyjafjöllum. Kona hans var
Arnheiður Þorsteinsdóttir, Sigurðssonar, Árnasonar.
Þorsteinn þessi Ibjó lengi í Borgarhöfn í Austur-Skapta-
fellssýslu. Móðir Arnheiðar var Guðný Einarsdóttir,
Högnasonar lí Skógum undir Eyjafjöllum.
Eilífur kom frá lálandi til Pembina 1883. Bjó
hann iþar í 1 8 ár. Flutti svo til Marietta, Wash. Er
hann dáinn fyrir allmörgum árum. Lifir ekkja hans og
er hjá syni sfnum, Guðmundi verzlunarmanni í Mari-
etta. Annar sonur iþeirra hjóna er Þorsteinn bóndi, og
býr hann þar nálægt. Þriðja barn þeirra hjóna var
Guðbjörg. Giftist hún hérlendum manni er Proctor
hét. Hún lézt ifyrir nokkrum árum.
Eilífur hafði verið dugnaðar- og framkvæmda-
maður, og kona hans myndarkona.