Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1921, Page 61
ALMANAK 1921
49
Er hún systir Stöfáns heitins Jónssonar kaupmanns í
Winnipeg. Foreldrar iRósu voru Jón Bergvinsson
prests, Þorbergssonar á EicSum, og SigríSur Jónsdóttir.
Dóu þau hjón á SkeggjastöSum á Strönd. Móðir
hennar var Vilborg Jónsdóttir. Voru þau hjón ætt-
uS úr Fljótsdal. Fluttu þau til Nýja lslands á fyrstu
árum iþeirrar bygðar. — Þau Tryggvi og Rósa giftust
árði 1892. Eignuðust 5 börn. Dó eitt þ eirra ungt,
er hét Rósa Soffía. Hin fjögur eru lifandi heima hjá
foreldrum sínum. Þau eru: Marin Ólafur, 24 ára;
Rósa Kristbjörg, 21 árs; Halldór Vilbert, 19 ára, Ed-
ward Steinþór, 13 ára. Hefir Kristbjörg stundaS
skólakenslu. — Þau hjón eru vönduS í öllu og vel met-
in af öllum, sem kynnast iþeim.
Jóhann Jóhannsson, Þorvaldssonar frá Litlu-Gröf
í StaSarhreppi í Skaga'firSi. Bjó um nokkur ár í
Pemibina, en flutti svo til Akra, N. D.5 og býr þar nú.
Kona hans heitir Rósbjörg Jónsdóttir. — Jóhann er
sagSur skynsemdarmaSur
Jósep Jónsson og GuSrún Kristjánsdóttir, ættuS
úr Þingeyjarsýslu. Settust aS í Pembina á fyrri árum
fslendinga þar. Áttu þau ihjón þrjú börn, og eru þau
öll gift: EiSur, kvæntur bóndi í Piney, Manitoba;
GuSný, gift hérlendum manni í Grafton, N. D.; Kristj-
ana, gift Jóni Sveinbjörnssyni, bónda viS Akra N. D.
— Jósep er dáinn fyrir nokkrum árum, en ekkja hans
er til heimilis hjá dóttur sinni GuSnýju.
Jón Andrés Jónsson (Andrew). ÆttaSur af
V’atnsnesi í Húnavatnssýslu. Flutti frá Islandi til
Pembina í kringum 1885. Kvæntist hann um sama
leyti Ólöfu Þprsteinsdóttur frá Hjallalandi í Vatnsdal.
Er hún systir Jóns Þorsteinssonar, sem lengi var reiS-
hjólasali í Winnipeg. Dvaldi Jón Andrew all-lengi í
Pembina, ýmist í bænum eSa sem leiguliSi á löndum