Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Síða 84
22.
kallar skáldskap, telzt hann því í röð starfandí
skálda fyrir vestan haf. Ekki hefir hann staöist viö
að senda mér eintak núna, svo égget eigi sagt neitt
um ágœti ritsins, þaö verður að bíöa næsta árs.
Framan skráöir ritdómar meiga skoöast eins
ófullkomnir og hver vill, ég skrifa þá ekki meö
þeirri trú, aö ég einn liafi vit á að dæma þessi
verk eöa aö ekki hefði mátt segja betur og vitur-
legar en ég hefi gjört. En ég hefi verið aö reyna að
dæma eftir minni eigin skoðun og sérstaklega reynt
aö fylgja þeirri reglu er ég álít að ritdómarar ættu
að fylgja, að vera ekki hlutdræg urí dómi, heldur
viðurkenna eins kostina hjá skoðana andstæðingn-
um, eins og skoðanabróðurnum. Og sömuleiöis
benda eins skýlaust á gallana hjá vini sem mót-
stöðumanni.
Legg ég svo frá mér þetta verk að sinni og
óska og vona aö hafa enn meira gott aö segja um
vestur-ísl. bókmenntir að ári.
Ég vildi hvetja hina yngri menntamenn vora til
aö leggja eitthvaö í bókmennta sjóöinn, og láta
það ekki gleymt, að menntaður maður þarf ekki
nauðsynlega að vera skólalærður. Skólanámið er
gott til undirbúnings undir menntun, en þaö eitt
er ekki menntun. Og hitt að sumir óskólagengnir
menn hafa náð hœrra menntunarstigi en hundrað,
já þúsund skólagenginna manna. Leikmaður í þessu
landi hefir öll skilyrði til að verða sann-menntaður
ef hann eigi starir of fast á skólanáms titla, sem í
raun og veru eru ekkert annað en vörustimpill
skólamenntunarinnar til þess að þekkja skóia
gengnu herrana frá hinum námsmönnunum, þeir
vrbu máske annars teknir fyrir asna eða naut í
staðin fyrir B. A. próf. og þ. h.
S. B. Bcnedictsson.