Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Side 101
39-
aö halda lieiöri sínum og œttarinnar fyrir heimin-
um!! Allt þetta líöur hún til þess aö foreldrarhennar
reki hana ekki út á gaddinn meö litlu elskuna sína.
Hún undirgengst aö ljúga—afneita barninu sínu
svo að foreldrar hennar miskuni sig yfir þaö—son-
inn hennar alinn í synd! Hver!--ó, hver getur út-
málaö hjartasorg hennar og kvalir þœr, sem hún
líöur hinar löngu vökunœtur, meðan hjarta hennar
hungrar og þyrstir eftir syninum, sem hún mátti til
að afneita, en langar svo óstjórnlega til aö þrýsta
fast og lengi að hjarta sínu og kannast viö frammi
fyrir öllum heiminum og segja við hann: ,,Ég er
móðir! Og eins og móöurástin er helg og hrein og
fiekklaus, svo er ég einnig, fyrir ástina sem ég ber
tií barnsins míns. Ég fyrirlít yöur og yöar lygar,
þér menn og konur—heimsins börn! ‘ ‘ Þannig hugsar
hún, hana langar til að segja það en þorir það ekki
af því að uppeldi drengsins hennar er komiö undir
þögn hennar. Mikill dyggöa mælikvaröi! Gegnum
allt þetta verður henni illa viö foreldra sína, af því
þau neyddu hana til aö skilja viö drenginn sinn, og
það gekk svo langt aö í hjarta sínu óskaöi hún þeim
dauða, því hún erföi þau og gœ.ti þá bæöi tekiö son
sinn heim til sín og séð fyrir honum. Allt þetta
'er satt, eitis satt og þaö, aö ég er móðir þín. En
þór, menn, sem aldrei skiljiö móöurhjartað né
móöurástina! Yöur dreymir um konur, sem vœru
þær einhverjar yfirnáttúrlegar verur, hafnar langt
yfirallt holdlegt og jarðneskt, og dýrkið þœr svo og
tilbiðjið fyrir það, hvað þœr eru gagnstœðar yðar
eigin holdlega sinnaða hjartalagi. Eri ég segi þér,
að viö erum einnig skapaðar af holdi og blóöi, eða
heldur þú að eplið falli langt frá eikinni? Nei. En