Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 2
Prófessorar við Ilarrard há§kóla SPA! Fimm prófessorar við Háskólann Har- vard hafa spáð því og birt á prenti, að með núverandi þróun heimsmála muni komið Atomstríð fyrir 1999. Það mun ekki byrja í Bandaríkjunum, eða Rússlandi. Það mun ekki byrja hjá NATO-ríkjum eða löndum Warsjárbandalagsins. Reikna má með að neistinn verði tendraður í Asíu, eða Afríku. Þá munu vera meira en 1000 kjarnorku- stöðvar sem geta framleitt meira en 50 þús- und sprengjur árlega. Allt eftirlit með smíð- averki þessarar plágu, mun verða árang- urslaust og hleypa af stað gífurlegu kapp- hlaupi undir merki sjálfsvarnar. Þegar skriðan hleypur af stað, mun það þýða milljóna, ef ekki milljarða lífstjón á mönnum, fyrir utan öll verðmæti, sem þá fara til spillis. Þá er miðað við, að risa- veldi kjarnorku blandist inn í hringiðuna og þá engu h'líft. Þróun þessara mála er svo geigvænleg, að innan skamms tíma, mun hraustur maður geta borið á baki sér atomvopn, er eitt getur 100 þúsund manna borg, eins og Reykjavík (viðmiðun hjá próf- essorunum er Cambridge). Álit þessara fimm prófessora frá Har- vard, er lagt fram á örlagaríkum tima, þeg- ar annarsvegar, er unnið að friðsamlegri notkun kjarnorku, þá fylgir sá böggull skammrifi, að eyðingartæknin magnist og eflist í framleiðslu meir en nokkru sinni fyrr. Nöfn þeirra er fylgja lauslegri þýðingu frá Göteborgs-Posten, en greinin birtisl upphaflega í Harvard Magasine, eru Poul Doty og Richard Garvin. — Stytt og þýtt. Einar J. Gíslason. Holt væri hverjum þeim er les þessa grein, að fletta upp Matteusar Guðspjalli og lesa þar 24. kapítulann. Þar segir Jesús, að fyrir tíma endalokanna, munum vér heyra um hernað og spyrja hernaðartíð- indi. Lúkas læknir ritar í 21. kapitula Guð- spjalls síns, um ráðaleysi meðal þjóðanna við dunur hafs og brimgný. Þá munu kraftar himnanna bifast. (Atomið fer af stað). Sá er les Opinberunarbókina 9. kapi- tula og sérstaklega 18. versið, sér þar út- málað atomstríð, í harmleik og ógn. Þar er tekið dýpra í árina, en prófessorarnir gera, þegar greint er frá eyðingu 1/3 hluta mannkyns. Ekki mun til haldbetri vörn, eða ráð, en að fela sig í hendur Drottins og taka því sem að höndum ber, með styrk trúar á Jesú nafn. BFTUREtDinC Tímarit um trúmál. Ritstj. og ábm.: Einar J. Gíslason. Ritnefnd: Daniel Glad, Hallgrímur Guðmannsson. Útgefandi: Blaða- og bókaútgáfan, Hátúni 2, Reykjavík. Pósthólf 5130 — Sími 20735. Ritstj. 24156 Kemur út fjórum sinnum á ári. Áskriftar- gjald kr. 700,00, lausasala kr. 200,00 pr. eintak. Á Norðurlöndum kr. 20 sænskar. í Vesturheimi $4.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.