Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 11
son hérlendis og ferðaðist um landið. Enok er ferskur prédikari og meinar af hjarta |iað er hann segir. 22. mars kom til lands- his Dennis Burnett frá Jamaica. Hann hef- ir verið hér áður og kynnti sig vel. Nú hef- ur vera hans verið röskar fjórar vikur og auk jtess, að vera aðalræðumaður í Fíla- delfíu um páska, ])á hefur hann ferðast mik- ið um landið, lalað í kirkjum, samkomu- húsum og í einu heimili, að Miðskála und- ir Eyjafjöllum komu um 40 manns lil að hlusta á hann. Er það ekki tákn vakningar? Sama dag og Burnett kom, bar hér á fjörur Georg Kestlaff, prestur frá Koblenz í Þýskalandi. Hann var á leið frá Ameríku til heimalands síns og dvaldi hér í viku. Hann er einn þeirra presta er skírst hefur með Heilögum Anda og er rneð í hinni karisamatísku vakningu. Agætt var að hlusta á hann. 27. mars var merkisdagur í starfi Fíla- delfíu. Þann dag var framhaldsaðalfundur hins íslenska Biblíufélags í Hallgrímskirk- ju. I því lilefni buðu forráðamenn Hall- grímssafnaðar forstöðumanni Fíladelfíu, söngstjóra og kór safnaðarins til Guðsþjón- usluhalds í kirkjunni. Boðið var vilanlega þegið með þökkum. Kirkjan var setin til þrengsla og fór allt vel og blessunarlega fram. Bræðraþel og bræðrahugur staðfest- ist í slíkum boðum og heimsóknum og kenn- ir okkur kristnum mönnuin að standa saman og snúa bökum saman. Baráttan er við sameiginlegan óvin, sem sigrast fyrir trú og kærleika kristinna manna. Ekki skal svo að öllu lokið við þessa pistla, að geta skuli „Ambassadors“ krist- inna íslendinga í Kaupmannahöfn, Olafs Jóhannssonar. Þar slendur hann og leiðir Royal bókaútgáfuna. Blaða- og bókaútgáfu Hvítasunnumanna í Danmörku. Akaflega margir íslendingar leita lil Ólafs, bæði leikir og lærðir. Með framúrskarandi hæfi- leikum og lipurð, ásamt staðgóðri þekk- ingu, leysir hann vanda fjölda manna, er til hans leita héðan að heiman. Alllaf er hann kemur hér heirn, þá er hann aufúsu gestur. Nú síðast um jól og áramót, þá dvaldi liann hjá móður sinni og sótti hverja samkomu í heimasöfnuði sínum. Gerir hann og meira, en sækja sam- komur. Olafur hefur alltaf eitthvað að miðla, frá Orði Guðs og er hann í ræðu- stóli eftirþráður prédikari, sein fer réll með orð Sannleikans. Eftir að Oli var hér heima í vetur, þá var hann einn af mörg- um, er heimsótti samkomur Billy Grahams í Gautaborg. Nú við sumarmál, þegar þetta er ritað, er horft fram með eftirvæntingu til sumar- mótsins í Keflavík, 21. júní n. k. Heim- sóknar kórsins frá Öckerö sem verður 12. júlí og síðsumarmótsins í Kirkjulækjarkoti um verzlunarmannahelgina. Þar að auki verða tjaldsamkomur víða um landið. Ferð- búinn í hlaði stendur nú nýr bíll með 14 sætum, sem notaður mun verða til útbreið- slu starfsins í suinar. Annar nýr bíll er kom- inn til þjónustu við Barnaheimilið í Korn- múla, sem reiknað er með að komið geti í góðar þarfir mikils og gagnmerks starfs. Margt er á prjónum með starfið í Hlaðgerð- arkoti. Fyrir utan daglega sýslu við stórt heimili, þá er bygging sundlaugar þar efst á dagskrá. Þetta er allt mikið þakkarefni og fyrir okkur er stöndum í þessu, eru þetta hrein undur náðarinnar, hvernig þetta get- ur skeð og framkvæmst. Hér leggja margir heilshugar og sameinuð hönd á plóginn og þá skeður það í Jesú nafni. Margar yfir- sjónir getur okkur hent, er stöndum í verki Drottins. Stærsta og versla yfirsjónin er: að gera ekki neitt. Ritstjórinn. 11

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.