Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 16
Játninsf Strinber^s Sænska skáldið August Strindberg, sem uppi var á árunum 1840—1912, er allvel þekktur hér á landi af ritverkum sínum, síð- ast af leikritinu „Hjónaspil“ sem sýnt var nýlega í Keykjavík, og mjög skiptar skoð- anir voru um. Strindberg var lengst af mikill efnis- hyggjumaður og afneitaði kristindóminum. Báru ritverk ótvírætt vilni um fyrirlitningu hans á trúnni á Guð, og kristinni siðfræði. Þegar sýndir voru og lesnir upp nokkrir þættir úr verkum Strindbergs í sænska sjón- varpinu fyrir 9I. jól, vakti það mikið um- lal og mótmæli m. a. vegna klámsins, sem kom þar fram inn á milli. En þó að Strindberg yrði svo frægur á heimsins vísu af ritverkum sínum, þá er e'kki víst að allir aðdáendur hans viti hversu óhamingjusamur hann var og oft fylllur skelfingu unz hann að lokum gaf sig Kristi. Hann öðlaðist persónulegt afturhvarf (frels- aðist). Þá iðraðist hann eftir hvernig hann hafði varið lífi sínu. Þá skrifar hann þessi eftirteklarverðu orð, sem tekin eru úr „En Blá Bok“, 3. bindi, bls. 930 og gefin var út í Stokkhólmi 1908: „Til að lala hreint út, verð ég að segja þetta: Eg er þess full- viss, að guðleysi mitt er einasta ástæðan fyrir allri þeirri óhamingju, sem fylgt hef- ur mér í gegnum lífið. Maður, sem brolið hefur öll tengsl milli sín og hins guðdóm- lega, getur ekki tekið á móti neinni bless- un þaðan. 011 orð um að maðurinn sé sinn- ar eigin gæfu smiður, í sírium eigin kralti, eru blekking.“ Hann heldur áfram og segir með Davíð: 16 „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða sinið- irnir til ónýtis.“ Sálm. 127, 1. „Þetta er allur sannleikurinn,“ segir hann. „Ég veit að alls konar slys og erfiðleikar geta hent hina trúuðu. En þeir taka því á annan hátt. Það verður þeim sérstök reynsla, sem þeir komast yfir og veitir jieim að lokum frið og hamingju. „Því að öllum þeim, sem Guð elska, samverkar allt lil góðs.“ Róm. 8, 28. Bölvun hvílir yfir öllu, sem hinn guðlausi maður tekur sér fyrir hendur. Þó hann kom- ist yfir peninga, þá hverfa þeir eins og þeir komu. Það er ekki hald í neinu. „Hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist all- an heiminn, en fyrirgeri 9álu sinni.“ Matt. 16, 26. Ég gæti kannski haft mér til afsökunar að kennari minn í æsku afneitaði krislin- dóminum, en ég geri það ekki. Eg tek sök- ina á mig sjálfan. Þá finn ég kannski einn, sem vill bera hana fyrir mig.“ Þannig farast þessum fræga manni orð. Þetta er eftritektarverð játning. En svo fann hann þann, sem vildi taka á sig synda- byrðina hans og bera hana — .fesúm. l lann talaði til hans, á sama hátt og hann gerir í dag: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yð- ur hvíld.“ Matt. 11, 28. „Hann var særður vegna vorra synda, og kraminn vegna vorra misgjörða, hegningin, sem vér liöfðum til unnið kom niður á honum.“ Jes. 53, 5. „Ef vér jálum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirn- ar og hreinsar oss af öllu ranglæli.“ 1. Jóh. 1, 9. Jesús er frelsarinn. Hann einn er

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.