Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 18
W. L. Wilson. Slil 1111 hemlarnir W. Pelerson, forstöðumaður við „Moody Bible Institute“ í Ghicago, segir svo frá: Kvöld eitt var ég staddur á viðgerðar- verkstæði nokkru í Chicago og virti fyrir mér bílinn minn. Fyrst varð ég önugur. Eg hafði ekið bílnum mínum þangað um morguninn, til þess að láta yfirlíta heml- ana, en vélfræðingurinn hafði ekkert gerl fyrir þá allan daginn. Ég hafði bréf upp á vasann, þar sem óskað var eftir, að ég kæmi til Clinton í Iowa næsta þriðjudag, og nú var mánudagur. Það heyrði lil stöðu minni við stofnunina, sem ég vann við, að hlýða öllum óskum um sálgæzlu. Þrátt fyr- ir hina slitnu hemla, var ekkert annað að gera en að hverfa heim til Wheaton í þeirri von að fá bílinn viðgerðan daginn eftir. Það heppnaðist líka, og síðari hluta þriðju- dags gat ég lagt af stað. Ef ég hefði ekki orðið fyrir þessu óhappi með hemlana, mundi ég hafa verið kominn heim aftur á Hvers virði er auður og heiður og hrós. Hér á jörðu. Mót hamingju þeirri, að hafa það Ijós. Sem lýsir í lífsstríði hörðu? 0, meðtak þann ástvin, sem angrað og smáð. Oft þú hefur. Þá kemur hann til þín með kærleik og náð. Og kórónu lífsins þér gefur. (L. L. — S. Sv.). Sigfús B. Valdimarsson. þeim tíma, sem ég hóf ferðina. Fyrsta reynslan í þessari ferð mætti mér, er ég kom upp á fjallsbrúnina, bakvið Whealon. Þar stóð ungur maður á vegarbrúninni og veifaði til mín. Það var auðséð að hann óskaði eftir því að ég tæki hann upp í bílinn. Eg nam líka staðar og tók hann inn í bílinn til mín. Þetta var íturvaxinn ungur maður með ferðatösku í hendinni. Gegnum samtal okkar í bílnum, komst ég að því, að hann var steinsmíðanemi og var á leið til Oklahoma. Hann hafði missl al langferðabílnum. „Eruð þér ánægður með iðju yðar?“ sj)urði ég hann. „Já, það er ég,“ svaraði hann með sann- færingu. „Hvað eruð þér að vinna við um þessar mundir?“ hélt ég áfram. „Við tólf hæða hús,“ var svarið. „Ef þér nú félluð niður meðan á vinn- unni stendur — hvað gerist þá?“ hélt ég enn áfram. „Eruð þér þá reiðubúinn að mæta Guði?“ Hann sat nokkra stund hljóður og hugs- andi. Svo viðurkenndi hann dræmt, að það væri hann ekki. Rétt áður en við komum inn í Clinlon, námum við lilla stund staðar á veginum, og þar tók hann á móti Jesú sem frelsara sínum. Þegar við svo ákváðum að halda ferðinni áfram, leit hann á mig leiftrandi augum og sagði: „Það var merkilegl að ég skyldi koma of seint á stöðina, svo að ég ferðaðist með yður í bílnum í staðinn. En það leiddi svo 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.