Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 4
helgi ande fylgði þæim ældi. En af hans crafte ok miscun, þa toco þæir at mæla hversconar mal ok tungu.“ Hér er tekinn af al'lur efi. Þeir voru þar postularnir og lærisveinarnir allir saman- komnir og allir fengu þeir að reyna sömu undur náðarinnar, sem Heilagur Andi gaf þeim þennan morgun. Þeir voru sannarleg frumskera frumgróði kristninnar. Þetta skeði á fyrsta degi vikunnar. Það var sem aðdynjandi sterkviðris. Guð veifaði sjálfur korni sínu. Veififórnin var fagnandi menn, fylltir Heilögum Anda, talandi r.ýjum tung- um, eins og Andinn gaf þeim að mæla. Reynslan endurtók sig, í lífi Páls post- ula, sem fylltist Heilögum Anda og talaði tungum öllum öðrum fremur, í húsi Korne- líusar, þegar Pétur postuli varð vottur að því að þeir fengu sömu gjöf og gefin var á hvítasunnudag. Heiðingjarnir, sem frels- uðust í Grikklandi og Páll reit Korintu- bréfið til, segir að þeir hafi allir verið drykkjaðir einum Anda. „En öllu þessu kemur til leiðar sami Andinn, sem útbýtir hverjum og einum eftir vild sinni.“ Börn yðar og allir þeir sem í fjarlægð eru, hafa fengið að reyna fyrirheitið sem um er rætt í Post. 2, 38. Þessi eldur Heilags Anda hefur um mörg ár logað á Islandi. Fleiri eru um þessa Hvítasunnu, en nokkru sinni fyrr, sem leyst- ir í Heilögum Anda lofa Guð með nýjum tungum og hafa, eftir að þeir voru orðnir trúaðir, skírzt með Heilögum Anda og eldi, og meðfylgjandi tákn koma í Ijós. Mikið er rætt um þessa hluti og eitthvað skrifað. Því miður af vankunnáttu og reynsluleysi. Frá þeim er kalla sig kristna koma þannig neikvæðir hlutir. I þessu blaði mun ekki farið í munnhögg á ritvelli, þó ærin ástæða sé til. Heldur lögð áherzla á boðun og reynslu í þessu 4 efni. Þegar svo einstaklingunum fjölgar ört, sem skírast með Heilöguin Anda og eldi og tala nýjum tungum og mikla Guð, þá breiðir vakningin úr sér sem logi um akur. Guð blessi alla þá er eiga Hvítasunnu- reynsluna. Eeggi þeir kapp á að það sjáist í elsku til Jesú Krists og málefnis Hans, hvað þeir hafa fengið að reyna. Gleðilega hvítasunnu 1977. Einar I. Gíslason. Sjá, vagninn er kominn í varpann til mín, og vagnstjórinn engill Guðs tíginn! Nú blasir við voninni bjartasta sýn á bak við og ofan við skýin. Eg stimplaði bréf milt á Golgata í gœr með Guðs sonar heilaga blóði. Og heimþráin barnsleg í hjartanu slær, ég hlæ á þá arfleifð — rninn góði. Ég sé eigi dauðann, því Drottinn hann tók. sem döggina ársólin bjarta. Og nafn milt er letrað í Lífshelga bók, þar lifir og hrærist mitt hjarta. Ó, segið það öllum hve sœlt er og gott í Syni Guðs lifa og þreyja! 1 Guðlegri rósemd að ganga á brott. / Guði er það sigur að deyja! A liljóðri stund við helgar dyr dauðans. A. E.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.