Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 15
Þegar prestiirinn íær ekki luí^i'ylli Stundum hef ég sem forstöðumaðux- fyrir prestaskóla fengið bréf, með ósk um að fá predikai'a með eftirfarandi orðum: „Söfn- uður okkar hefur ekki predikara. Sá sem við höfðum síðast var alveg prýðilegur, en því miður varð hann ekki vinsæll. Getið þér í allri vinsemd sent okkur prest sem getur fyllt kirkjuna?“ Svona beiðni svaraði ég eitt sinn, að ég hefði engan prest sem væri svo stór að hann fyllti kii'kjuna. Auðvitað kom skömmu eftir skýring á því að þeir meintu ekki að hann ælti að fylla kirkjuna líkamlega, held- ur að fá fólk til að koma og að það mundi halda því áfram. Þá sagði ég að það væri meir en nóg fyrir prestinn að fylla út í predikunai’stólinn. Að fylla bekkina væri mikið undir safnaðarmeðlimum komið. Ef þeir vildu styðja prestinn með góðum vilja til samstarfs þá væri kirkjan fljót að fyllast. Eg minnist þess að á mínum fyrsta starfs- líma í London talaði ég fyrir 80—90 áheyr- endum í stóru samkomuhúsi. — En litli söfnuðurinn minn hugsaði vel um nxig, og þeir háðu aðra að koma og fylla húsið. Þennan góða framgang þakka ég mínuin hiartahlýju áheyrendum. Sé það einhver af ykkur sem er að kvarta yfir tómum bekkjum, þá vil ég gefa gott ráð: Byrjaðu að tala vel um prestinn þinn. Uppörvaðu hann stöku sinnum. Það getur ekki verið erfitt að finna eitthvað gott hjá honum. — Talaðu þá um það en ekki alltaf um mistök hans og galla. Talaðu um þá blessun sem þú færð af ræðum hans. Með því hvetur þú aðra til að koma og hlusta, og það mun gera hon- um gol't, því vel setin kirkja hefur góð áhrif á prestinn þinn og gerir hann að betri pred- ikara. Og þú færð sjálfur blessun. Að fylla kirkjuna eða samkomuhúsið er ekki aðeins hlutverk prestsins. — Hver einasti kristinn maður ætti að gera eitthvað fyrir Jesúm á þessu sviði. Hvað gerir þú? C.H. Spurgeon. Ritningin í daglegu lífi Ef þér finnst a'llt vera vonlaust. Lestu Esk. 40. Þegar þú freistast til að gera það sem er rangt. Lestu Sálm 139. Ef þú átl í erfiðleikum. Leslu Sálm 46. Þegar þú ert þreklaus, hugsaðu um Sálm 23. Þegar þér leiðist. Lestu Sálm 103 og 104. Þegar illa gengur í starfi þínu. Lestu Sálm 37. Þegar þú finnur þig einmana og ert kvíð- inn. Lestu Sálm 27. Ef þú óttast um ástvini þína. Leslu Sálm 107. Bezta fjáröflunarleiðin er útskýrð í Matt. 6. Ef þú vilt lifa í eindrægni með meðbræði'- um þínum. Farðu að ráðum Páls í Róm. 12. Þegar þú ert þreyttur og uppgefinn. Lestu Matl. 28, 30 og Róm. 8, 30—39. 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.