Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 23
teljum það ákaflega mikilvægt að systkinin komi saman klukkutíma áður en við höld- Ufn út, í kyrrþei frammi fyrir Cuði til bæn- ar svo sérhver hugsun megi leggjast undir Krist. Vegna þess að sá maður sem kemur ^eint frá vinnustað eða skóla, þrífur smárit °g fer út, gelur ekki verið eins móttækileg- ur fyrir handleiðslu Heilags anda og sá sem hefur stillt sig áður, en haldið er út á gölurnar. Kristileg samfélagsstund. Síðan er lagt af stað kl. 23. Við löbbum 1 íafnargötuna, en við hana liggja kvik- ^yndahúsin og sjoppurnar. Því fólki sem Verður á vegi okkar gefum við smárit og sPyrjum jafnframt hvort við meigum ekki t>jóða því upp á kaffi og kristilega sam- fúlagsstund. Þeir sem þyggja boð okkar ^ara síðan upp í Loftstofu. TrúboSstœkni. Það liggur alveg ljóst fyrir að við verð- um að nota misjafnar aðferðir lil að ná til fólksins. Ef þú hittir t. d. 15 ára strák, verður þú að vera tilhúin að setja þig inn a hans plan-kringumstæður-takta og orðalag Aftur á móti gagnvart tvítugum manni verð- Ur þú fágaðri í orðum ag háttarlagi, því sá er langtum þroskaðri og ekki eins aðgengi- ^gur. Fólk er mjög ólíkt. Þú mætir mis- tr|unandi persónuleikum. Þannig gæti ég talið upp ólíkar aðferðir sem nota má. Aðalatriðið er: vertu blátt áfram. Loftstof an. Mörgum finnst notalegt að ylja sér yfir ^affibolla sem við bjóðum ókeypis. Við selj- Uru ekkert í Guðsríki. Krakkarnir setjast yið eitthvert borðið sötra kaffi, dífa mjólk- Urkexi í eða bakkelsi. Nú er komið að þeim hópi sem var fyrir inni að fylgja starfinu e^tir. Þau dreifa sér við borðin, fá krakk- ana í spjall-opna sig, svo traust inegi mynd- ast, þá er leiðin líka opin. Hér tel ég veiga- mikið atriði að sömu unglingarnir sem koma okkur til aðstoðar, megi vera hér hvern föstudag, svo sterk trúnaðarbönd megi myndast milli krakkanna og þeirra Það hlítur að vera mjög hlýlegt að heyra: „Sjáumst næsta föstudagskvöld“. Einnig er það mikilvægt að enginn fari út án þes» að lieyra lim Jesúm Krist. Þeim finnst. Mér er óhætt að segja að flestir krakkar hér eru stórhrifnir af þessu framtaki okkar Kannske vegna þess að þeir líta á Loftstof una sem afþreyingarstað, en hvað um það, við náum til þeirra með orð Krists. Sum eru móttækileg meðan önnur glolta og hæða okkur fyrir ítni. En Kristur sagði: „Farið út um allan heim“. Það er okkar að hlíða. Eitt vitum við, orð Guðs kemur aldrei tómt til baka. Við eigum fyrirheitið. Loforð Guðs. Ávöxtur. Við getum ekki gortað af neinum afger- andi árangri enn sem 'komið er, enda ekki nema 3 mánaða gamalt starf um að ræða. Ég er persónulega þeirrar skoðunar að hlut- verk mitt sem „fulltrúi“ Krists sé að vinna sál fyrir Hann, svo hún megi upplifa hreinsun í blóði Hans. Að algjör endurfæð- ing af anda eigi sér stað. „Við erum erind- rekar í Krists stað og biðjum í Krists stað. Látið sættast við Guð.“ Til þín sem biður. Starfið í Keflavík þarfnast þinna fyrir- bæna. Einnig að orð Krists megi breiðast út til allra landsmanna á þeim stutta tíma sem við eigum eftir. Helena K. Leifsdóttir. 23

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.