Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 8
sýnir, að Guð hefur reist við menn í hverju
landi, og hefur ætlað þeim mikið hlutverk.
Þú getur hugsað um Watchman Nee í Kína,
Luis Palau í Suður-Ameríku. I Bandaríkj-
unum eru mörg hundruð trúboðar. Mér
finnst oft að ég sé minnstur allra trúboða.
Eg er ef til vill þekktari og hef haldið
þetta út lengur, þar sem ég var svo ungur
þegar ég byrjaði. Nú kemur fó'lk til mín
með börn sín og segir: „Eg hlustaði á þig,
þegar ég var lítill“ eða „ég gaf mig Jesú
á hönd, þegar ég var mjög ungur“. Þeir
eru kannski orðnir gráhærðir núna. Guð
hefur með forsjón sinni veilt mér langan
tíma til þjónustu og einnig að halda saman
starfshóp t. d. Gliff Barrows og Beverley
Shea, sem hafa starfað með mér yfir 30 ár.
Við höfum haldið hópinn. Við deilum al-
drei og það ríkir kærleikur á milli okkar,
sem Guð einn getur gefið og fyrir það verð
ég að gefa Guði dýrðina.
— Hvaða ráð vilt þú gefa ungum pred-
ikurum í dag?
— Trúið heimildum Biblíunnar. Nemið
Ritninguna. Lærið Biblíuvers utanað, ekki
eingöngu vegna þinnar eigin sálar heldur
til þess að starfa sem trúboði. Predikið
fagnaðarerindið mjög einfaldlega. Margir
predikarar um heim allan ofmeta áheyr-
endur sína. Mér finnst, að við verðum að
hverfa aftur til þeirrar aðferðar, sem Jesús
notaði. IJann lalaði með þeim einfaldleika,
að venjulegt fólk hlustaði gjarnan á hann.
Hinir vitsmunalegu voru ekki svo hrifnir
af honum. Það var venjulegt fólk. Við
verðum að snúa okkur að því aftur að boða
fagnaðarerindið á svo einfaldan hátt, að
börnin geti skilið það. Ef börnin geta skil-
ið, geta hinir gömlu það líka.
— Hefur það stundum verið fórn fyrir
þig að vera svona einfaldur? Maður hefur
það á lilfinningunni, að Páll hafi orðið að
fórna sér í Korintu. Hefur það einnig ver-
ið þannig fyrir þig stundum?
— Já, ég verð að segja það, að það er
þráfaldlega þannig, að ég verð að læra til
þess að verða einfaldur. Þegar ég hef und-
irbúið mig fyrir kvöldið t. d. — ég var að
'því til klukkan tvö í nótt — þá hef ég
spurt sjálfan mig: „Hvernig get ég gert
þetta einfaldara, á þennan kjarna vil ég
leggja áherzlu.“ Eg vil bregða upp mynd-
um á þann hátt, að allir Svíar geti skilið
mig. Hver menning er sérstæð. Þegar ég
var í Afríku fyrir nokkrum vikum, varð ég
að hugsa á afríkönsku. Ég sneri mér að
nokkrum afríkönskum vinum og spurði:
„Getið þér gefið mér einhverjar hugmynd-
ir, svo að ég geti brugðið upp myndum af
fagnaðarerindinu.“ Þeir töluðu um fíl, ljón
og maura og brugðu upp myndum fyrir
mig, sem höfðu áhrif á Afríkumanninn í
stöðu hans. Mér finnst það alhyglisvert, að
Jesús notaði einfalda hluti við sína kyn-
slóð, sveitalífið, hveitið og kornið og þess
konar atriði lil að bregða upp myndum úr
fagnaðarerindinu.
— Þú gerir ekki innihaldið einfaldara.
Þú gerir flutning þess einfaldari — út-
skýrir.
— Einmitt. Hinar dýpstu hugsanir er
hægt að bera fram með einfaldleika. Þeg-
ar hinn mikli svissneski guðfræðingur Karl
Barth kom lil Bandaríkjanna, bar stúdent
nokkur við guðfræðiskóla fram þessa s|>urn-
ingu: „Hver er sú dýpsta hugsun, sem þú
hefur nokkru sinni krufið til mergjar?“
Allir tóku fram pappír og penna og biðu
með öndina í hálsinum eftir svari hins
kunna guðfræðings. Þeir bjuggust við mjög
djúpvitri yfirlýsingu. Hann laut höfði ró-
lega og mælti: „Jesús elskar mig, veit ég,
því að Biblían mín segir það.“ Hann sagði
hinn dýpsla sannleika á einfuklasla hátt.