Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 14
ÓLÍKT HÖFUMST VÉR AÐ ! Úr sænska vikurilinu „Evangelii Hár- old“ frá 3. febrúar 1977, lesum við eftir- farandi: „Við valdatöku Jimmy Carters forseta Bandaríkjanna, var ein af fyrstu ákvörðunum hans, að allir sterkir drykkir yrðu flutlir út úr Hvíta húsinu í Washing- lon. Sú regla gilti fyrir Hvíta húsið, allt til valdatöku John F. Kennedys, að þar fyndist ekkert sterkara en léttustu vín. En hann leyfði notkun áfengis þar innan dyra.“ Óneitanlega veldur þessi ákvörðun æðsta manns eins mesta risaveldis í heiminum, hugsunum, er á þessum dögum ná inn í Al- þingi okkar Islendinga. Þar eru trúnaðar- menn þjóðarinnar að velta á milli sín frum- varpi um sterkan bjór. Eitthvað þarfara munu þeir blessaðir geta hafl fyrir stafni. Flestum mun þykja nóg að komið, þegar milljarðar eru lagðir, í krónum talið, að fótstalli Bakkusar ár hvert. Fyrir utan alls- lags óreiðu og svall, sem í kjölfar þess fylgir. Engir fara hér verr en blessuð börn- in, sem syndir feðranna skella harðast á í þessu tilfelli. Bakgrunnur ungmenna, sem nú sitja bak við lás og slá, sakaðir um hverskyns glæpi og morð, endurspeglast í syndum feðr- anna, þar sem ofdrykkja og heimilisóreiða réði ríkjum. Það er krafa kristinna Islendinga, til þeirra er fara með umboð þeirra á Al- þingi, að vinnubrögðin í þessari æðstu 14 stofnun þjóðarinnar verði ekki lil skaða og óbætanlegs tjóns, heldur til þess eins er til heilla má horfa. Burt með Bakkus! Burt með bjórinn! Fréttir utan úr heimi Kristinn söfnuður sem stofnaður var fyr- ir 20 árum, í Mið-Afríkulýðvehlinu, hafði á fyrstu 17 árum komið á fót sjö dóttur- söfnuðum, þar sem 5000 manns sóltu guðs- þjónustur að staðaldri. En á sl. þrem árum hafa 3000 nýir áhangendur bætzt við söfn- uðina, sem unnust fyrir Krist með kerfis- bundnu trúhoði. Nú hafa verið myndaðir fjórir nýir söfnuðir. ★ Á árinu 1975 vöktu kristilegar dálka- auglýsingar í dagblöðum múhameðstrúar- manna í Indónesíu alliygli 48 J)úsund fyrir- spyrjenda. 21 |>úsund manns létu skrá sig í Biblíubréfaskólanámskeið, og 3400 gengu Krisli á hönd.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.