Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 10
Frá vettvangi
starfsins
í byrjun febrúar kom til landsins frá
Bandaríkjunum Ólafur Olafsson bygginga-
meistari. Ólafur var okkur að gömlu kunn-
ur, eða frá j)ví hann dvaldi á Islandi hálfl
annað ár um 1950 og vann jrá á Keflavíkur-
flugvelli.
Foreldrar Ólafs voru úr Borgarfirði og
Garðahreppi. Fluttust |>au til Kanada og
þar fæddist Ólafur og ólst upp. Það má
furðulegt vera, hversu gott vald Ólafur
hefur á íslenzkri tungu, eftir öll þessi ár og
að vera fæddur ytra og kvæntur þarlendri
konu. Ólafur eignaðist sitt aflurhvarf eftir
1940, skírðist inn í Hvítasunnusöfnuð og
meðtók Skírn í Heilögum Anda. Sá kraft-
ur og þau tákn, fylgja Olafi. Enda mað-
urinn ern og blessaður í Drottni. Ólafur
ferðaðist mikið um landið og talaði í mörg-
um samkomum. Var gerður góður rómur
að máli hans. Hann er alltaf aufúsugestur.
Ferð Ólafs var öðrum þræði boð mikill-
ar slofnunar, er hann hefur unnið fyrir und-
anfarin ár. Meiningin var viku dvöl hér
og svo áfram lil Evrópu. Raunin varð meira
en fjórar vikur hér. Meðan á J^eim stóð,
stofnaði Ólafur minningarsjóð um foreldra
sína, sem staðsettur yrði hér á landi. Stofn-
framlagið er 1/2 milljón króna og skal
vöxtum varið til styrktar íslenskum Hvíta-
sunnumönnum, er nema bibliu- og trúboða-
fræði á erlendum Biblíuskólum. Allir er
til mála þekkja rennur meira en grunur
til þarfar slíkrar stofnunar.
Sjóðurinn tekur lil starfa ársgamall og
gekk Ólafur frá öllu á formlegan hátt.
Er hann sjálfur í stjórn sjóðsins, ásamt
10
forstöðumanni og Kristniboðsritara Fíladel-
fíu, hverju sinni.
Glöggir kristnir menn hafa bent á Jes-
ajabók 24. kapitula og 16. vers, sem spá-
dóma til Passíusálma Hallgríms Pétursson-
ar. Þeim er þetta ritar finnst það vel passa.
Af öðru tilefni koma versin í huga. Er það
vegna andlegra vorleysinga á Norðurlandi,
sem átt hafa sér stað í haust og vetur. Heil-
agur Andi hefur fallið yfir leitandi fólk.
Skírnarlaugar hafa verið fylltar og menn
látið grafa sinn gamla mann í þeim, bæði
á Siglufirði og Akureyri, einnig hér í
Reykjavík. Þetta er bænasvar og áfram stíg-
ur bænin til Drottins að allt landið megi
tendrast af vakningu lleilags Anda, svo
menn og konur megi frelsast og eignast
samfélagið við Jesúm Krist.
Margar og góðar trúboðsferðir hafa verið
farnar á útlíðandi vetri. Hinrik Þorsteins-
son hefir sýnt Jtar mikinn dugnað og ósér-
hlífni. Hann hefur ýmist einn eða með öðr-
um heimsótt Vopnafjörð, Akureyri, Siglu-
fjörð og Vestmannaeyjar, að auki, sem
hann hefir starfað að hluta í Hlaðgerðar-
koti. Slíkt framtak hefur orðið til mikillar
blessunar og skilur mörk eftir sig. Svo
mjög var lagt að sér við ferðalög og trú-
boðsstörf um páskahátíðina, að kór Fíla>
delfíukirkjunnar í Reykjavík varð naumasl
hálfvirkur. Fyrir sig er |>að bagalegt, en
þegar lofsöngvarnir hljóma annarsstaðar,
Drottni lil dýrðar, þá vekur það þakkar-
gjörð og er liður í útbreiðslu starfsins, sem
allt er á leggjandi fyrir.
18. mars til 4. apríl dvaldi Enok Karls
J