Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 17
„vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn
kemur til föðurins nema fyrir hann.“ Jóh.
14, 7.
Það eru margir, sem líkjast Strindberg,
afneita Biblíunni sem Guðs orði og m. a. s.
þeirri siðfræði, sem hún boðar, samanber
þá kynfræðslu, sem búið er að lögleiða í
skólum landsins. Þar er ekki farið að ráð-
um Biblíunnar og hennar siðfræði, heldur
anað áfram í vaxandi lauslaúi og spillingu.
Þú, sem ert þessu fylgjandi, þarft að endur-
skoða hug þinn. Gera upp við Guð. Jesús
er meðalgangarinn milli þín og Guðs. Sum-
ir segjast Irúa á Guð en vilja ekkert með
Jesúm hafa. Hann hafi bara verið eins og
margir aðrir menn hafa verið í gegnum ald-
irnar. Slík skoðun er hættuleg. „Því að svo
elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingteinn, til þess að hver, sem á hann trú-
ir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Jóh.
3, 16 (Litla Biblían).
Jesús sagði: „Trúið á Guð og trúið á
mig.“ Jóh. 14, 1. Og er Jesús var skírður,
sté hann jafnskjótt upp úr vatninu, og sjá,
himnarnir opnuðust fyrir honum . .. . rödd
kom frá himni er sagði: Þessi er minn elsk-
aði sonur, sem ég hefi velþóknun á.“ Matt.
3, 17. „Eg hefi séð það, og ég hefi vitnað,
að þessi er Guðs sonurinn,“ sagði Jóhannes
skírari. Þetta er vitnisburður Biblíunnar,
og Guð forði þér frá því að vera í hópi
þeirra, sem véfengja hana. „Öll ritning er
innblásin af Guði, og nytsöm til lærdóms,
lil sannfæringar gegn mótmælum, til leið-
rétlingar, til menntunar í réttlæti.“ 2. Tím.
3, 16 (eldri þýðing). Þú sérð af þessu að
þetta er mjög mikilvægt og því vil ég einn-
ig minna þig á orð Jóhannesar postula:
„Sá sem trúir á Guðs son, hefir vitnisburð-
inn í honum, sá sem ekki trúir Guði, hefir
gjört hann að lygara, af því að hann hefir
ekki trúað á þann vitnisburð, sem Guð
hefir vitnað um son sinn. Og þetta er vitnis-
burðurinn, að Guð hefir gefið oss eilíft
líf, og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefir
soninn, hefir lífið, sá sem ekki hefir Guðs
son, hefir ekki lífið, og hver er sá, sem
sigrar heiminn, nerna sá sem trúir, að Jesús
sé sonur Guðs.“ 1. Jóh. 5, 10—11 og 5.
„Sá sem er stöðugur í kenningunni, hann
hefir bæði föðurinn og soninn.“ 2. Jóh. 9.
Þetta eru skírar línur, og þó eru menti í
vafa af því þeir trúa ekki orði Guðs.
Að lokum þessi orð Hebreabréfsins:
„Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis talað
til feðranna og með mörgu móti fyrir munn
spámannanna, hefir hann í lok þessara daga
til vor talað fyrir soninn.“ „Þess vegna ber
oss að gefa því enn betur gaum, er vér höf-
um heyrt, svo að eigi berumst vér afleiðis.
. . . Hvernig fáum vér þá undan komizt, ef
vér vanrækjum slíkt hjálpræði, sem flutt
var í upphafi af Drottni, og var staðfest
fyrir oss af þeim, er heyrðu.“ Hebr. 1, 1
og 2, 1—4.
17