Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 19
til þess að ég niætti Jesú sem frelsara mín- um“. Við kvöddumst í Clinton og hann hélt áfram með langferðavagni. En ]>essi reynsla var aðeins byrjunin. Sú næsta var ennþá meira hrífandi. Þegar ég hringdi á dyrnar að þv'í húsi, !>ar sem frúin bjó, sem hafði skrifað mér. opnaði hún sjálf. Þegar ég var kominn inn í íbúð hennar, sagði hún við mig: „Dóttir mín trúir ekki á Guð, og ef hún kemst að því, að ég hafi einhver afskipti af „Moody Bible“ stofnuninni, verður hún áreiðanlega fokvond“. I sömu svifum kom dóttirin inn í stof- una. Ég heilsaði henni og kynnti mig um leið, og sagði hvaðan ég væri. Því næst kom ég að efninu: „Móðir yðar hefur sagt mér að þér vær- uð ekki kristin. Hvers vegna eruð þér það ekki? Siálfur á ég lifandi Irú og get ]>ví ekki skilið, að sá sem á trúaða móður, geli staðið fjarri Guði“. Unga, laglega stúlkan var alveg utan- við sig. ITið næsta sem mér var sagt var, að hún væri hjúkrunarkona á hæli þar ná- lægt. Án efa hafði hún mikið lieyrt talað um andlega hluti. En hún hafði sýnilega ald rei orðið fyrir svo nærgöngulli spurn- ingu. Þegar hún var ögn búin að iafna sig af undruninni, svaraði hún þrátt fyrir þetta, vinsamlega, að hún giarnan vildi ræða við mig um þessa hluti. Nokkrum klukkustundum síðar ki’auo hún á kné og gaf Jesú hjarta sitt. Þegar við loks stóðurn upp frá bæninni, og ég var lilbúinn að halda ferð minni á- fram, sagði hún að skilnaði: ,.Nú á ég ekki eina einustu vinstúlku í öllum heiminum“. Sjálfur þekkti ég engan í Clinton, sem ég gæti benl henni á. En er ég var stöðvaður, ekki langt frá áðurnefndu heimili, kom ég auga á unga stúlku, sem hélt á Biblíu undir hendinni. Þarna var bænasvarið! A augabragði hendaði ég, stöðvaði bíl- inn og hljóp á eftir henni. „Elskið ])ér þessa bók?“ spurði ég og benli á Biblíuna. „Já“, sagði hún og leit á mig stórum, undrandi augum. „Komið þá með mér“, sagði ég, og bauð henni að koma inn í bílinn. Á leiðinni til beimilisins, sem ég fyrir skömmu bafð’, yfirgefið, kom ég henni nánar í skilning um allar aðstæður. „Má ég skilja þetta þannig, að María sé frelsuð“, spurði hún undrandi. „Við höfum verið skólafélagar, og ég lief beðið fyrir henni árum saman“. En ennþá átti ég eftir að reyna langsam- lega merkasta atburð ferðarinnar. Ég hafði líka annað erindi að reka í Towa: Kona nokkur hafði beðið mig að heimsækja mann hennar. Maðurinn, sem var 73. ára gamall, neitaði með verulegri þriósku að meðtaka nokkuð, sem hefði með Guð að gera. Þegar ég loks náði þeim stað, sem mér hafði verið bent á. kom í ljós, að þetta var venjulegt einbýlishús í útiaðri smáborgar einnar. Eg hringdi dyrabiöllunni, en er enginn lauk upp, datt mér í hug að svipast svolítið um í garðinum. — Ef til vill mundi ég sjá svolítið lífsmark þar. Eg kom brátt auga á eldri mann, sem hallaði sér upp að trjástofni og var að tálga spítu. Hann leit spyrjandi á mig. „Þér eruð að siálfsögðu maðurinn, sem ég er að leita að“, sagði ég. „Heitið þér Jónas?“ Já“, var svarið. „Eg heiti Peterson o;. er frá Moodys Biblíustofnuninni,“ sagði ég um leið og ég rétti honum hendina. „Ó, þá er það ekki ég, sem þér ætlið að heimsækja. — Það hlýtur að vera konan 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.