Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 22
16. október berst bréf frá Pétri Inchombe:
Bróðir Samúel. Guð hefur lagt ísland á
hjarta mitt og knúið mig til að fara þangað,
þó mitt eigið ,ég‘ sé mótfallið. Kem 22.
október ásamt bróður Joel Freeman og frú.
Bréfið var svo sannarlega kærkomið. En
22. október kemur skeyti frá Pétri: „Stopp
í London“ komum 25. október. Sama dag
og þau koma hingað til Islands, lenda þau
í hreingerningum og að raða borðum í
Loftstofuna. Daginn eftir hófst síðan Bibl-
íuskólinn. Dýrð sé Guði takmarkinu var
náð. Guð hafði séð um allar þarfir okkar
og sýnt okkur velþóknun sína. Víxluat'höfn
var síðan mánaðarmótin okt/nóv.
Stefnan er:
Fyrst og fremst sú að gjöra nafn Drott-
ins Jesú Krists dýrðlegt á meðal Keflvík-
inga. Þess vegna höfum við valið þá leið-
ina að hlýða skipun Krists „Farið út“ á
göturnar þar sem fjöldinn er. Vitna fyrir
þeim og bjóða þeim upp á kaffi þar sem
við tekur ákveðin andleg dagskrá. Að sjálf-
sögðu erum við ennþá að þreifa okkur á-
fram, leita eftir vilja Guðs og finna réttu
leiðina hvernig bezt sé að byggja upp starf-
semi kaffistofu. Meiningin er að hafa opið
hús á föstudagskvöldum. Þá söfnum við
inn ungu fólki og bjóðum upp á kaffi, jafn-
framt sem systkini leggja sig fram í söng
og vitnisburði.
Helga Sigurðardóttir 21 árs:
Guð hvað vilt þú?
Meðan breytingarnar áttu sér stað á saln-
um vorum við dag einn hér uppi að biðja
fyrir starfinu. Að við mættum finna hand-
leiðslu Guðs í öllu sem við tækjum okkur
fyrir hendur. Einnig að Guð mætti öllum
þörfum okkar. Ég hafði verið lengi spyrj-
andi eftir því hvaða þjónustu ég gæti lagl
í té. Hvaða hlutverk Guð ætlaði mér. Ein-
mitt þá lagði Guð eldhúsþjónustuna á hjarta
mitt.
Byrjunarörðugleikar.
Það hefur verið mjög spennandi að fylgj-
ast með hvernig Guð sér um þarfir kaffi-
stofunnar. Að sjálfsögðu mættum við byrj-
unarörðugleikum því af litlu var að taka.
En Guð sá fyrir því. Mjög fljótlega bárust
okkur könnur og bollar, sjálfvirk kaffi-
kanna og fl. Þrisvar sinnum hofur Guð senl
okkur kaffi og djús einmitt þegar birgð-
irnar hafa gengið til þurðar. Þannig notar
Guð fólk sem hefur hjarta fyrir starfinu.
Við höfum fundið að Guð er trúfastur.
Hann fylgist með okkur daglega. Okkur
er óhætt að trysta honum.
Engin fœrihandavinna.
Að starfa við kaffistofu krefst fórnfýsi
og vinnugleði. Þannig að allir megi finna
að hugur fylgir máli. Þú verður að leggja
þig alla fram, vera vingjarnleg og hlý við
þá krakka sem koma inn, þá oft frekar
feimin og hlédræg, tilbúin að rétta þeim
brosandi kaffibollann „gjörðu svo vel og
finndu þig heima.“
Vitnað yfir kaffibolla.
Það var hér um árið 1973, en þá var
einmitt haldin æskulýðssamkoma hér í
Fíladelfíu. Sjálf var ég ekki viðstödd, en
vissi samt af kaffisamsæti í hliðarsalnum
er verða átti eftir samkomuna. Einhvern
veginn álpaðist ég þarna inn. Þá fyrst
var vitnað fyrir mér persónulega um Jesúm
Krist, er varð til þess að ég vaknaði og
frelsaðist stuttu seinna.
Guðsteinn Ingimarsson 20 ára:
Götutrúboð.
Á föstudagskvöldum höfum við opið hús,
en þá koma hingað systkini frá Reykjavík
eða Hafnarfirði og leggja okkur lið. Við
22