Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 7
er hlutverk nefndarinnar, sem bauð okkur. kn eins og útlitið er núna, erum við fúsir til að breyta áætlunum okkar í Ameríku. Ég held, að samstarfshópurinn, sem sér um wikilvæga þætti efnisskrárinnar, sé fús til að breyta þeim og vera lengur. Eg er reiðu- húinn að vera lengur. -— Hve lengi gætuð þið verið hér? -— Sennilega verðum við að ákveða eina viku í einu og sjá hvernig Dmttinn leiðir °kkur. Hluti vandamálsins er að fá Skandi- naviunr leigt, þar sem það er bókað fyrir íshokkeyleiki o. fl. Við verðurn að sjá hvernig rætist úr málunum. — Þegar menn hlusta á predikun þína, verður þeim ljóst, að þú heldur fast við frumpredikunina sem stöðugt mikilvægan þátt í boðun fagnaðarerindisins. -— Já, Jesús Krislur sjálfur er boðskap- Urinn. Þess vegna verður hann að vera mið- ]>unktur predikunarinnar. Ennfremur finnst rnér full ástæða til að minna fólk á sið- ferðislög Guðs, boðorðin tíu, sem við öll höfum brolið og að Kristur einn getur fyrirgefið og frelsað. Það verður að leggja tnikla áherzlu á kærleika Guðs. Þrátt fyrir syndir okkar, elskar Guð okkur. Þegar við höfum tekið á móti Kristi, ^etum við fyllzt af Heilögum Anda og fundið gleði, frið og kærleika og allan ávöxt Andans l*tur Hann koma fram í okkur. — Hver er leyndardómur þinn sem predikari? -— Ég hef oft velt því fyrir mér. Mér Ennst ég ekki vera mikill predikari. Marg- lr predikarar eru miklu betri en ég. Mér fhinst það vera gjöf frá Guði, sem senni- ^ega snýst um samband. Mér virðist hún Serstaklega virk í sambandi við boðun. Húr. 8erir einnig vart við sig, þegar ég sem ein- staklingur mæti fólki, að Guð veitir mér forréttindi til þess að hjálpa því að játa Krist. Ef til vill er það aðeins gjöf trúboðans. Gjöf trúboðans hefur oft gleymzt. Við höf- um lagt áherzlu á kennarann og prestinn en í Ef. 4, þar sem gjafirnar eru taldar upp, er trúboðinn í miðju og í fyrsta söfn- uðinum voru allir trúboðar í vissum skiln- ingi. Við þörfnumst þess að sjá kirkjuna aftur fagnaðarríka, ])vi að söfnuðurinn hlýtur að deyja vanti gleðiboðskapinn og trúboðið. — Guð útvaldi þig fyrir kynslóð eftir- stríðsáranna. Boðskapur þinn hefur haft áhrif á margar milljónir manna um heim allan. Heldur þú að fram muni koma nýr Billy Graham, ég meina kennimaður, sem hefur sömu möguleika að ná lil fólks um' allan heim? — Það koma ekki fleiri Billy Graham, vona ég. En það koma aðrir menn með gjafir frá Guði. Ég á við, að kirkjusagan 7

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.