Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.04.1977, Blaðsíða 5
R'itudu fleix*i um Krist en Ritningin? Já, til eru söguleg rit, sem greina frá lífi Jesú, fleiri en þau, er Ritningin liefur að geyma. Sögulegir rithöfundar eru kunnir, eins og Tacitus, Suetonius, Jósefus sagna- ritari Flavius og síðast en ekki síst Plin- Jus. En hann var landsstjóri í Bilyniu, land- svæði við Svartahaf, í Tjitlu-Asíu. Árið 112 ritaði Plinius, Trajanusi keisara í Róm. }bið hann um ráð, í viðskiptum við kristna ^nenn og þann Drottin sem þeir trúa á. Þar voru þeir, hinir kristnu, ákærðir fyr- lr fastheldni og villu, sem var fólgin í því að hvern sunnudagsmorgun fyrir dögun, k°niu þeir saman og ákölluðu Jesúm Krist, sem Guð, og sungu honum lofsöngva. Þannig skrifar hinn heiðni landsstióri Uríl, 80 árum eftir dauða Jesú Krists á Gol- Sata. Athyglisvert er, að þá þegar hafði s'»fnuður kristinna manna, útbreytt svo starfsemi sína, að héruðin við Svartahaf }'öfðu tekið við fagnaðarerindi Jesú Krists. Sú kristni er þar fesli rætur var ekki nafnkristni. Ofsóknirnar, sem ávallt risti ^egn kristnum mönnum leyfðu enga hálf- ^elgiu. Þegar á dögum Péturs postula minn- lst hann á hina kristnu í Bityniu í 1. kap. } • versi hréfs síns hins fyrra. Þlinius komst að raun um, við réttar- ’annsóknir yfir hinum kristnu. að þeir yfir- ^áfu ekki trú sína, þrátt fyrir ögranir, l’Vndingar og ofsóknir. Tilgangslaust var nð fá þá til að tilbiðja mynd keisarans frá ^óm, eða fórna honum reykelsi, eða drekka vln fyrir framan mynd hans. Einnig skildi landsstjórinn málið jjannig, að Jesús, sem þeir trúðu á, var ekki einungis söguleg pesóna, heldur Drottinn sem þeir tignuðu og tilbáðu. I ritum Gyðinga, sem andsnúin voru kristinni trú, er skrifað um Jesúm á mjög neikvæðan hátt. Einna mest kemur þetta fram í Talmud. Þar er Jesús kynntur í anda Fariseanna og hinna skrifl'lærðu. Þar er honum lýst sem töframanni, eða seyð- karli og afvegaleiðanda. Sögnin um dauða Jesú er þannig ritfest. „Kvöldið fyrir páskahátíðina var Jesús hengdur upp. Jesús varð að deyja, þar sem hann stundaði töfra, afvegaleiddi ísrael og lokkaði fólk til frá- falls. Trúarleg mótstaða og blinda halda áfram að ríkja um Jesúm löngu eftir dauða hans. Kóraninn ritar um Jesúm. Nafn Jesú er vel þekkt meðal Múham- eðstrúarmanna. Á fleiri stöðum í Kóranin- um er ritað um ltann. Þar er ekki efast um hann, sem sögulega persónu. En ályktun og álit á lífi hans, er fyllt þar sömu for- dómum og hjá Gyðingum. Þetta er áberandi í köflunum Al-Imran og Al-Maida. Þó dylst sannleikurinn ekki þegar þeir rita um fæðingu hans og geta hennar sem undurs. Þeir kalla hann Jesús son Maríu og að dýrð hans skuli verða veg- samleg, í þessum heimi og hinum komanda. Þegar frá vöggunni skuli boðskapur Hans tala til mannanna og líf Hans skal verða frómt. — Þar með lokið. 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.