Afturelding - 01.04.1984, Side 5
það er ómögulegt" svaraði ég.
„Jú, hún fór klukkan 13:45."
Mér til skelfingar komst ég að
því að ég hafði lesið rangt á far-
miðann. Tölustafurinn 1 hafði
fallið inn í strik á miðanum og
sást því ekki. Nú var ég í vanda
stödd. Ég ferðaðist á sérstökum
afsláttarmiða frá Loftleiðum,
sem strangt til tekið gilti ekki
með öðrum flugfélögum. Næsta
ferð Loftleiða til íslands var að
viku liðinni.
Ég spurði stúlkuna hvort ekki
væri ntöguleiki að ilugvélinni
hafi seinkað. Nei, það var engin
seinkun.
Hvað átti ég að gera, hvað gat
ég gert? Ég gat beðið Guð að
hjálpa mér og það gerði ég, ég
varð að treysta á forsjá hans. Ég
vissi þar og þá að án Guðs vildi
égekki lifa lífinu.
Starfsmaður breska lluglélags-
ins BEA sá að ég átti í vandræð-
um. Hann kom til mín og spurði
hvað amaði að. Þegar ég hafði
rakið raunir rnínar spurði hann
hvort ég ætti fyrir gistingu. það
átti ég ekki. Hann bauðst til að
spyrja samstarfsstúlkur sínar
hvort þær gætu leyft mér að gista
yfir nóttina. Hann tók farseðil-
inn minn og tókst með nokkurri
fyrirhöfn að tryggja mér far með
flugvél BEA til íslands daginn
eftir. Síðan bað hann mig að
koma að af'greiðsluborði sínu
klukkan 10 um kvöldið.
Ég reyndi að hafa upp á ís-
lenskri vinstúlku ntinni, sem ég
vissi að dvaldi í London. Hún
var ekki viðlátin. Svo leið tíminn
og fyrr en varði var klukkan orð-
in 10 þetta laugardagskvöld. Ég
kom að afgreiðsluborði manns-
ins eins og um var talað, en hann
var ekki við og hvergi sjáanlegur.
Ég varð vonsvikin og hugsaði:
Hvað ælti hann svo sem að vera
að hafa áhyggjur af mér. Mér var
sagt að flugafgreiðslan yrði opin
alla nóttina og ég sá að ég átti
ekki annars úkostar en að dvelja
þar til næsta dags.
Það kom miðnætti og rúturnar
hættu að ganga. Fáir voru á ferli
og þeir sem sáust voru hcldur
skuggalegir. Ræstingafólk fór að
þrífa biðsalinn, sem ég sat í. Fúl-
skeggjaður arabi kom aðvífandi
með skúringakúst og fötu. Hann
brosti lleðulega til mín og sagði:
„Halló elskan, ertu gift?“ Ég lél
sem ég sæi hann ekki, en var
lafhrædd og hjartað barðist held-
ur ótt. Fullorðin kona kom og
settist hjá mér. hún sagðist vera
að bíða eftir manni sínum, sem
var að Ijúka vakt. Hún spurði
mig hvort ég bæri skilríki á mér.
Nei, ég kvaðst ekki hafa þorað
annað en læsa allar mínar föggur
inni í geymsluskáp. „Hvað ertu
að segja“ sagði konan, „ hvernig
eiga þeir þá að þekkja þig, ef
sprengju verður hent hér inn?“
Ég vissi vel af sprengjufaraldr-
inum sem gekk yfir London um
þetta leyti. Á opinberum stöðum
og í almenningsfarartækjum
hengu uppi aðvaranir um
laumusprengjur og oft voru frétt-
ir af sprengingum á opinberum
stöðum í borginni. Þelta jók enn
á hræðsluna. Ég sá sjálfa mig fyr-
ir mér sundurtætta og óþekkjan-
lega i sprengjurúslum biðsalar-
ins. Ég gerði mér grein fyrir
þeirri hættu, sem ég gat mögu-
lega lcnt í. Ég sá fram á heldur
óskemmtilega vökunótt í flugaf-
greiðslunni.
í huga mínum bað ég Guð að
hjálpa mér. Hann einn gat kom-
ið mér til bjargar. Ég var algjör-
lega ráðþrota og hjálparvana.
Þarsem ég sat í þessum hugleið-
ingum var ég óvænt ávörpuð.
Mér brá við og þegar ég leit upp
sá ég afgreiðslumanninn, scm
hafði greitt götu mína fyrr um
daginn. Hann bað mig marg-
faldrar afsökunar á því að hann
var ekki við afgreiðsluborðið um
kvöldið, eins og umtalað var.
Hann sagði að tilkynnl hefði ver-
ið um falda sprengju í bygging-
unni, og átti hún að springa um
miðnættið. Allir tiltækir starfs-
menn voru kallaðir til leitar. en
sem betur fer reyndist þetta vera
gabb, eins og oft áður. Hann
flutti mér þær leiöu fréttirað all-
ar starfsstúlkurnar, sem hann
hafði talað við, ætluðu að fara út
að skemmta sér eftir vinnu þetta
laugardagskvöld og sáu sér ekki
fært að veita mérgistingu. Hann
sagðist ekki geta boðið mér
annað, en ef ég vildi gista á heim-
ili hans þá væri það velkomið.
Ég var á báðum áttum, það rilj-
uðust upp ótal sögur um óhcið-
arlega menn, sem notfærðu sér
stúlkur í erfiðleikum og þess
háttar. Hins vegar þótti mér ekki
fýsilegt að hýrast dauðhrædd og
jafnvel alein í biðsal llugaf-
greiðslunnar. Þar eð maðurinn
bauð af sér góðan þokka og virt-
Framhald á bls. 30