Afturelding - 01.04.1984, Qupperneq 17

Afturelding - 01.04.1984, Qupperneq 17
Teikning Elfreds Lee af örkinni hans Nóa i Araratfjalli, byggð á lýsingu sjónarvotts. Vladimir Roskowitsky, flugmað- ur í konunglega rússneska flug- hernum, yfir Araratfjall og kvaðst hann hafa séð örkina tuttugu og fimm mílum norð- vestur af Araratfjalli.5a Honum farast svo orð: „ Við lœkkuðum flugið eins og aðstœður leyfðu og hringsóluðum yfir hlutnum. Stœrð hans olli okkur undrun. Hann var um 300 feta langur sem samsvarar lengd nútíma orrustuskips. Þetta ferlíki var skorðað við jaðar stöðuvatns og lá fjórðungur þess undir vatns- yfirborðinu. Það var komið gat á aðra hliðina framanverða og á hinni hliðinni blasti við stór og mikil dyragœtt, nœrri tuttugu fet á livern kant. Þetta virtist nokkuð úr hlutfalli við stcerð þessa bákns og jafnvel enn þann dag í dag er sjaldgœft að dyr í skipum komist í hálfkvisti við það sem við sáum þarna. Eftir að hafa séð það sem hœgt var úr lofti, slógum við öll hraða- met á leið til flugvallarins . . . Ofurstinn spurði okkur spjör- unum úr og sagði að lokum: ‘Farið með mig þangað. Mig langar að sjá þetta.’ Við lögðum í loftið og ferðin gekk slysalaust fyrir sig. Þegar við vorum aftur lentir á flugvellinum og ég var stiginn út úr flugvélinni, spurði ég hann álits. ‘Stórfurðulegtl’ var svar hans. ‘Vitið þið hvaða skip þetta er? . . .’ 'Þetta skrýtna skip,’ útskýrði hann, ‘er örkin hans Nóa. Hún hefur legið þarna í nœrri fimm þúsund ár. Kuldinn hefur varnað henni rotnun. Það má segja að hún hafi verið í kœli allan þennan tíma. Þið hafið gert stórmerkilega uppgötvun . . . ”’5b Matthfas Ægisson er blaðamaður við Aftur- eldingu og Bamablaðið og hefur gegnt þvf starfi frá 1. júní 1981. Hann er siglfirskur að upp- runa, en hefur búið í Reykjavík sfðastliðin þrjú ár. 5)a: Doomsday 1999, bls. 184. 5)b: Doomsday 1999, bls. 184-185.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.