Afturelding - 01.04.1984, Page 24
,,Ég sá
Jesú og
læknaðist!”
Eftir nokkurra vikna veikindi
með háan hita, lagði ég leið
mína til sjúkrahússins í Karl-
skoga og fékk þar inni. Læknir-
inn tilkynnti mér að ég skyldi
ekki búast við Iækningu í fyrstu
atrennu.
Daginn eftir fór ég í rannsókn
og þar var ég mænustunginn. Ég
fann til gífurlegs sársauka og hélt
að dagar mínir væru senn taldir.
Allt var svo dimmt innra með
mér og ég spurði Guð af hveiju
ég þyrfti að lenda í þessu einmitt
nú.
Dagarnir Iiðu og ég var í stöð-
ugri meðhöndlun. Ég kom boð-
um til hvítasunnusafnaðarins í
Degerfors og bað um fyrirbæn.
Læknirinn spurði mig hvort ég
vildi fara heim. Ég grét og fann
að þarna var ég algjörlega
ókunnugur.
Læknirinn vitjaði mín daglega
og spurði hvernig ég hefði það.
Dag einn sagði hann mér að
næstkomandi mánudag ætti ég
að leggjast inn á heilsuhæli.
Þá um kvöldið gerðist nokkuð
dásamlegt. Ég lá endilangur í
rúmi mínu og allt var svo rólegt.
í kringum mig var allt bjart,
bjartara en um hábjartan dag. Ég
sá Jesú, Guðs son koma inn í
herbergið. Hann var í hvítum
fótsíðum klæðnaði. Hann gekk
að rúmi mínu, nam staðar við
hlið mína og leit í augu mín. Ég
Ieit í augu hans. Hann rétti mér
hægri hönd sína og í hendi hans
var dökkt far naglans sem rekinn
var í gegn á krossinum á Gol-
gata. Hann lagði hendi sína á
brjóst mér. Hár hans var dökkt
og augu hans einnig. Hann stóð
kyrr nokkra stund. Síðan sneri
hann sér við og hvarf sýnum.
Ljósið fylgdi honum.
Eftirstuttan tíma sofnaði ég og
vaknaði snemma næsta morg-
uns. Ég var læknaður! Daginn
eftir var farið með mig á rönt-
gendeildina, því að læknamir
„Höfuð Krists” eftir Rembrandt.
vildu komast að raun um hvort
ég væri læknaður. Þeir sýndu
mér myndir sem teknar höfðu
verið fyrir og eftir lækninguna.
Á fyrri myndunum sást móta
fyrir opnu sári, en á síðari mynd-
unum var sárið algjörlega gróið.
Jesús hafði raunverulega læknað
mig.
Yfirlæknirinn kom inn í fylgd
hinna læknanna og sagði við
mig.
— Við sjáum ekkert athuga-
vert við lungu þín, þannig að þú
getur farið heim og hvílt þig í
tvær vikur.
Takk Jesús fyrir að þú hefur
umhyggju fyrir mér!
Nú er ég læknaður og svo
glaður að ég gæti hlaupið um
allt.
Hinum mikla lækni, Jesú, sé
heiður og lof um alla eilífð.
Þýtt úr KS / M.Æ.